Lögin flokkast undir djasstónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 09:45 Unnur er bæði að fást við tónsmíðar og söng. Vísir/Anton Brink Unnur Sara Eldjárn djasssöngkona kemur fram í Norræna húsinu í kvöld, 30. júní, sem næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni. „Ég ætla að syngja lög eftir mig aðallega, þau flokkast undir djasstónlist, rokk og fleiri stíla,“ upplýsir hún þegar hún er spurð út í tónleikana í Norræna húsinu í kvöld sem hefjast þar klukkan 20.30. Hún kveðst alltaf vera að semja. En hún á ekki sviðið ein, heldur verður Halldór Eldjárn, föðurbróðir hennar, með henni og spilar á slagverk og líka Gréta Rún Snorradóttir sem leikur á selló. Unnur útskrifaðist úr djasssöngsnámi frá Tónlistarskóla FÍH í fyrra og gaf út disk á síðasta ári sem fékk góða dóma. Gestir kvöldsins í Norræna húsinu fá að heyra eitthvað af efni hans, að sögn söngkonunnar. Sumarvinnan hennar Unnar Söru er bundin fleiru en söng. Hún er líka úti á örkinni að afla fjár fyrir Rauða krossinn. Þegar þetta viðtal fer fram er hún stödd við Bónus á Smáratorgi og stoppar þar, galvösk, fólk á röltinu. Hún lætur vel af starfinu og viðtökum almennings. Á kvöldin kemur hún svo fram og syngur djass. „Við Halldór og fleiri erum með prógramm í gangi þar sem við flytjum lög eftir Serge Gainsbourg, þar syng ég á frönsku, við höfum fengið góð viðbrögð.“ segir hún brosandi. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Unnur Sara Eldjárn djasssöngkona kemur fram í Norræna húsinu í kvöld, 30. júní, sem næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni. „Ég ætla að syngja lög eftir mig aðallega, þau flokkast undir djasstónlist, rokk og fleiri stíla,“ upplýsir hún þegar hún er spurð út í tónleikana í Norræna húsinu í kvöld sem hefjast þar klukkan 20.30. Hún kveðst alltaf vera að semja. En hún á ekki sviðið ein, heldur verður Halldór Eldjárn, föðurbróðir hennar, með henni og spilar á slagverk og líka Gréta Rún Snorradóttir sem leikur á selló. Unnur útskrifaðist úr djasssöngsnámi frá Tónlistarskóla FÍH í fyrra og gaf út disk á síðasta ári sem fékk góða dóma. Gestir kvöldsins í Norræna húsinu fá að heyra eitthvað af efni hans, að sögn söngkonunnar. Sumarvinnan hennar Unnar Söru er bundin fleiru en söng. Hún er líka úti á örkinni að afla fjár fyrir Rauða krossinn. Þegar þetta viðtal fer fram er hún stödd við Bónus á Smáratorgi og stoppar þar, galvösk, fólk á röltinu. Hún lætur vel af starfinu og viðtökum almennings. Á kvöldin kemur hún svo fram og syngur djass. „Við Halldór og fleiri erum með prógramm í gangi þar sem við flytjum lög eftir Serge Gainsbourg, þar syng ég á frönsku, við höfum fengið góð viðbrögð.“ segir hún brosandi.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira