Svo virðist sem að SNL-gengið hafi ákveðið að halda ekki aftur sér í gríninu á Trump og grínuðust þeir með þær fjölmörgu ásakanir um kynferðislegt ofbeldi sem bornar hafa verið á Trump.
Alec Baldwin, sem vakið hefur mikla athygli fyrir túlkun sína á Trump, sneri aftur sem Trump en leikkonan Kate McKinnon túlkaði Clinton. Atriðið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
Trump virðist ekki hafa verið skemmt og í tísti hvattti hann til þess að framleiðslu þáttanna yrði hætt. Þá er ljóst að hann er ekki hrifinn af túlkun Baldwin á sér.
Watched Saturday Night Live hit job on me.Time to retire the boring and unfunny show. Alec Baldwin portrayal stinks. Media rigging election!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016