Blendin viðbrögð við útspili Pírata Ásgeir Erlendsson skrifar 16. október 2016 19:30 Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira