Tekjur ríkissjóðs auknar um 7 milljarða og afgangur minnkaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2016 18:17 Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira