Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2016 11:07 Fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. Hann mun aftur leggja slíka fyrirspurn fram þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent