Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2016 11:07 Fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. Hann mun aftur leggja slíka fyrirspurn fram þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48