Hildur segist hafa verið niðurlægð í Speglinum Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2016 10:00 Hildur Þórðardóttir segist nú reynslunni ríkari hvað varðar fjölmiðlabatteríið í landinu, sem hún lýsir sem mikilli meinsemd í samfélaginu. Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi vandar RÚV og reyndar öllum fjölmiðlum í landinu ekki kveðjurnar. Hún segir að viðtal sem hún fór í við Spegilinn hafa verið eina allsherjar niðurlægingu og fjölmiðlar landsins stjórni með ótta. Ekki var annað á henni að skilja en fjölmiðlar landsins væri ein allsherjar meinsemd í þessu samfélagi.Framboðsfundur Spegilsins á Rás 1 Ríkisútvarpsins í gær hefur vakið mikla athygli og svo virðist sem aukin harka sé að færast í forsetakosningarnar nú þegar aðeins fjórir dagar eru í kosningar. Þegar hefur verið greint frá því að umsjónarmenn þáttarins, þeir Arnar Páll Hauksson og Jón Guðni Kristjánsson, hafi verið að því komnir að vísa Ástþóri Magnússyni út, en hann var mjög vanstilltur og lét illa að stjórn.Fjölmiðar stjórni með óttaNokkur óánægja með fyrirkomulag sjónvarpsumræðna kom fram meðal frambjóðenda, þá það að skipta á þeim í tvennt og eru þeir hafðir sér sem hafa mælst hæst í skoðanakönnunum. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf. hefur ritað grein þar sem hann leyfir sér að efast um að þetta samræmist lýðræðislegu hlutverki ríkisrekins almannaútvarps. En, harðasta gagnrýnin sem fjölmiðlar máttu þola kom þó frá Hildi, sem greindi frá sárum vonbrigðum með „fjölmiðlabatteríið hérna í landinu“ eins og Hildur orðaði það. Og hún lýsti reynslu sinni.Fram kom verulega óánægja meðal flestra forsetaframbjóðenda með það fyrirkomulag sem RÚV hefur boðað í framboðsfundi í sjónvarpi.„Þegar ég kom fram og sagði: Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt samfélagið, búið til betra samfélag og fjölmiðlar tóku ekkert undir það. Þeir höfðu engan áhuga á að heyra hvaða breytingar ég var að tala um eða breyta samfélaginu yfir höfuð. Í staðinn fundu þeir eitthvað til að skjóta fólk sem kom fram í kaf. Ég komast að því að fjölmiðlar stjórna með ótta og halda almenningi niðri í landinu. Og það verður engin þróun á meðan fjölmiðlar eru svona,“ sagði Hildur.Mikilvægt að skoða hlutverk fjölmiðlaForsetaframbjóðandinn segir fjölmiðla hafa gríðarlegt vald og þeir hafi mikla ábyrgð gagnvart almenningi, þeim beri að upplýsa almenning um hvað eru góðar leiðir, hvernig við getum búið til betra samfélag. En, því er ekki að heilsa nema síður sé: „... fjölmiðlar eru fastir í einhverjum skotgröfum og alltaf að ala á ótta hjá fólki, finna eitthvað: „O, hún er svo hræðileg þessi kona því hún segir þetta!!!" Og snúa uppá orð. Og endalaust sama spurningin. Hundrað sinnum þurfti ég að svara sömu spurningunni. Ég einmitt stend fyrir það að leyfa öllum sjónarmiðum að heyrast. En fjölmiðlar eru fastir í einhverjum tvíhliða hugsunarhætti og ég vona að þeir eigi eftir að líta í eigin barm eftir þessa kosningabaráttu, ekki bara RÚV heldur allir fjölmiðlar, fjölmiðlar eins og þeir leggja sig í landinu og við sem samfélag. Að skoða hlutverk fjölmiðla. Eru þeir hér til að viðhalda óttanum eða eru þeir til að upplýsa almenning.“Hildur hellti sér yfir þá Spegils-menn og sagði þá hafa niðurlægt sig og sýnt sér yfirgang og hroka.Hroki og yfirlæti RÚV-mannaHeldur þótti umsjónarmönnum ómaklega að sér vegið og greip Jón Guðni inní og benti á að Hildur hafi komið tvisvar fram í Speglinum auk þess sem hann hafi lesið langt og ítarlegt viðtal við hana í blaði um daginn. Hann skildi bara ekkert hvað hún væri að tala um? „Já, það eru einstaka viðtöl sem eru góð,“ sagði þá Hildur. Jón Guðni spurði þá hvort Hildur væri að tala um samfélagsmiðlana? En, eins og lögfræðingar vita, þá er betra að vita svarið við spurningunum áður en þær eru bornar fram. Því Hildur beindi nú alfarið spjótum sínum að Speglinum og Ríkisútvarpinu: „Já, ég skal segja þér nákvæmlega. Þegar ég kom hingað í Spegilinn. Þegar ég kom ein í Spegilinn, þá mætti ég þvílíkum hroka og yfirlæti. Og fréttamaðurinn gerði ítrekað í því að niðurlægja mig og upphefja sjálfan sig þá á minn kostnað. Þetta var ein allsherjar niðurlæging. Og ég varð svo hissa. Ég bjóst við því að vera að koma í viðtal hér í þessum miðli sem væri vandur að virðingu sinni og fjalla um málin á yfirvegaðan máta en þetta var sko alls ekki það.“Uppfært 15:10 Arnar Páll Hauksson vakti athygli á því, í Facebookhópnum Fjölmiðlanördar, þar sem þessi ummæli Hildar eru til umræðu, að það viðtal sem hún vísar í sé eftirfarandi, sem finna má hér. Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila ,,Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti. 20. júní 2016 00:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi vandar RÚV og reyndar öllum fjölmiðlum í landinu ekki kveðjurnar. Hún segir að viðtal sem hún fór í við Spegilinn hafa verið eina allsherjar niðurlægingu og fjölmiðlar landsins stjórni með ótta. Ekki var annað á henni að skilja en fjölmiðlar landsins væri ein allsherjar meinsemd í þessu samfélagi.Framboðsfundur Spegilsins á Rás 1 Ríkisútvarpsins í gær hefur vakið mikla athygli og svo virðist sem aukin harka sé að færast í forsetakosningarnar nú þegar aðeins fjórir dagar eru í kosningar. Þegar hefur verið greint frá því að umsjónarmenn þáttarins, þeir Arnar Páll Hauksson og Jón Guðni Kristjánsson, hafi verið að því komnir að vísa Ástþóri Magnússyni út, en hann var mjög vanstilltur og lét illa að stjórn.Fjölmiðar stjórni með óttaNokkur óánægja með fyrirkomulag sjónvarpsumræðna kom fram meðal frambjóðenda, þá það að skipta á þeim í tvennt og eru þeir hafðir sér sem hafa mælst hæst í skoðanakönnunum. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf. hefur ritað grein þar sem hann leyfir sér að efast um að þetta samræmist lýðræðislegu hlutverki ríkisrekins almannaútvarps. En, harðasta gagnrýnin sem fjölmiðlar máttu þola kom þó frá Hildi, sem greindi frá sárum vonbrigðum með „fjölmiðlabatteríið hérna í landinu“ eins og Hildur orðaði það. Og hún lýsti reynslu sinni.Fram kom verulega óánægja meðal flestra forsetaframbjóðenda með það fyrirkomulag sem RÚV hefur boðað í framboðsfundi í sjónvarpi.„Þegar ég kom fram og sagði: Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt samfélagið, búið til betra samfélag og fjölmiðlar tóku ekkert undir það. Þeir höfðu engan áhuga á að heyra hvaða breytingar ég var að tala um eða breyta samfélaginu yfir höfuð. Í staðinn fundu þeir eitthvað til að skjóta fólk sem kom fram í kaf. Ég komast að því að fjölmiðlar stjórna með ótta og halda almenningi niðri í landinu. Og það verður engin þróun á meðan fjölmiðlar eru svona,“ sagði Hildur.Mikilvægt að skoða hlutverk fjölmiðlaForsetaframbjóðandinn segir fjölmiðla hafa gríðarlegt vald og þeir hafi mikla ábyrgð gagnvart almenningi, þeim beri að upplýsa almenning um hvað eru góðar leiðir, hvernig við getum búið til betra samfélag. En, því er ekki að heilsa nema síður sé: „... fjölmiðlar eru fastir í einhverjum skotgröfum og alltaf að ala á ótta hjá fólki, finna eitthvað: „O, hún er svo hræðileg þessi kona því hún segir þetta!!!" Og snúa uppá orð. Og endalaust sama spurningin. Hundrað sinnum þurfti ég að svara sömu spurningunni. Ég einmitt stend fyrir það að leyfa öllum sjónarmiðum að heyrast. En fjölmiðlar eru fastir í einhverjum tvíhliða hugsunarhætti og ég vona að þeir eigi eftir að líta í eigin barm eftir þessa kosningabaráttu, ekki bara RÚV heldur allir fjölmiðlar, fjölmiðlar eins og þeir leggja sig í landinu og við sem samfélag. Að skoða hlutverk fjölmiðla. Eru þeir hér til að viðhalda óttanum eða eru þeir til að upplýsa almenning.“Hildur hellti sér yfir þá Spegils-menn og sagði þá hafa niðurlægt sig og sýnt sér yfirgang og hroka.Hroki og yfirlæti RÚV-mannaHeldur þótti umsjónarmönnum ómaklega að sér vegið og greip Jón Guðni inní og benti á að Hildur hafi komið tvisvar fram í Speglinum auk þess sem hann hafi lesið langt og ítarlegt viðtal við hana í blaði um daginn. Hann skildi bara ekkert hvað hún væri að tala um? „Já, það eru einstaka viðtöl sem eru góð,“ sagði þá Hildur. Jón Guðni spurði þá hvort Hildur væri að tala um samfélagsmiðlana? En, eins og lögfræðingar vita, þá er betra að vita svarið við spurningunum áður en þær eru bornar fram. Því Hildur beindi nú alfarið spjótum sínum að Speglinum og Ríkisútvarpinu: „Já, ég skal segja þér nákvæmlega. Þegar ég kom hingað í Spegilinn. Þegar ég kom ein í Spegilinn, þá mætti ég þvílíkum hroka og yfirlæti. Og fréttamaðurinn gerði ítrekað í því að niðurlægja mig og upphefja sjálfan sig þá á minn kostnað. Þetta var ein allsherjar niðurlæging. Og ég varð svo hissa. Ég bjóst við því að vera að koma í viðtal hér í þessum miðli sem væri vandur að virðingu sinni og fjalla um málin á yfirvegaðan máta en þetta var sko alls ekki það.“Uppfært 15:10 Arnar Páll Hauksson vakti athygli á því, í Facebookhópnum Fjölmiðlanördar, þar sem þessi ummæli Hildar eru til umræðu, að það viðtal sem hún vísar í sé eftirfarandi, sem finna má hér.
Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila ,,Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti. 20. júní 2016 00:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35
Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila ,,Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti. 20. júní 2016 00:45