Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:45 Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira