Hrafn fær 15 ár í viðbót Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 13:00 Hrafn við bústað sinn. Vísir Hrafni Gunnlaugssyni eru heimil afnot af sumarbústaði sínum við Elliðavatn næstu 15 árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reyjavíkur, sem vildi Hrafn og bústaðinn burt, en dómur var kveðinn upp í síðustu viku.Húsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur hefur talið nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann.Sjá einnig: Hrafni gert að hypja sig með sitt frá ElliðavatniHaustið 2014 óskaði Hrafn eftir því að fá að byggja við bústaðinn en svörin voru heldur á aðra leið en hann hafði vænst. Honum var sagt að hann þyrfti að hafa sig í burtu og ekki stæði til að veita nein byggingarleyfi til viðbyggingar.Hús Hrafns er að sönnu glæsilegt, um 140 fermetra stórt og stendur út í vatnið.Vísir/VilhelmHöfðaði Hrafn því mál á hendur Orkuveitunni í október á síðasta ári og krafðist þess að fá ótímabundinn afnotarétt en til vara 75 ára rétt til afnota. Taldi hann sig eiga afnotarétt af lóðinni og snerist deila OR og Hrafns um hvort gerður hafi verið samningur um afnot húseigandans af landinu á grundvelli munnlegs vilyrðis þáverandi formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreðs Þorsteinssonar. Sjá einnig: „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“Í yfirlýsingu Alfreðs, sem hann staðfesti fyrir dómi, segir að hann hafi viljað verða við beiðni Herdísar Þorvaldssdóttur, móðir Hrafns, um að afnotaréttur af bústaðinum og lóðinni yrði framlengdur svo hann næði til barna og barnabarna hennar. Taldi Alfreð að Hjörleifur Kvaran, lögmaður OR, hefði gengið frá málinu á slíkan hátt. Ekki var þó gengið frá málinu á formlegan hátt innan Orkuveitunnar en taldi Hrafn að með vilyrði Alfreðs hafi komst á samningur um afnotarétt sinn af lóðinni, þótt láðst hafi að ganga frá honum skriflega. Orkuveitan hafði áður boðið þeim sem ættu hús í notkun og sæmilegu ásigkomulagi til viðræðna um lok afnota af þeim lóðum sem í nýtingu voru þannig að hægt væri að nýta lóðina þó innan ákveðinna tímamarka en þá yrðu húsin annaðhvort fjarlægð á kostnað OR eða þau rifin. Í dómi Héraðsdóms segir að dómurinn fái ekki séð að unnt sé að gefa því vilyrði, sem Alfreð gaf Herdísi á sínum tíma, annað efni en þeim skriflegu samningum sem gerðir voru við aðra eigendur sumarhúsa á því landi sem Orkuveitan á við vatnið. Því geti afnotaréttur Hrafns af lóðinni ekki staðið lengur en í 15 ár. Hrafni er jafnframt óheimit að framselja þann afnotarétt og öll aðilaskipti að afnotum landsins eru bönnuð. Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Hrafni Gunnlaugssyni eru heimil afnot af sumarbústaði sínum við Elliðavatn næstu 15 árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reyjavíkur, sem vildi Hrafn og bústaðinn burt, en dómur var kveðinn upp í síðustu viku.Húsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur hefur talið nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann.Sjá einnig: Hrafni gert að hypja sig með sitt frá ElliðavatniHaustið 2014 óskaði Hrafn eftir því að fá að byggja við bústaðinn en svörin voru heldur á aðra leið en hann hafði vænst. Honum var sagt að hann þyrfti að hafa sig í burtu og ekki stæði til að veita nein byggingarleyfi til viðbyggingar.Hús Hrafns er að sönnu glæsilegt, um 140 fermetra stórt og stendur út í vatnið.Vísir/VilhelmHöfðaði Hrafn því mál á hendur Orkuveitunni í október á síðasta ári og krafðist þess að fá ótímabundinn afnotarétt en til vara 75 ára rétt til afnota. Taldi hann sig eiga afnotarétt af lóðinni og snerist deila OR og Hrafns um hvort gerður hafi verið samningur um afnot húseigandans af landinu á grundvelli munnlegs vilyrðis þáverandi formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreðs Þorsteinssonar. Sjá einnig: „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“Í yfirlýsingu Alfreðs, sem hann staðfesti fyrir dómi, segir að hann hafi viljað verða við beiðni Herdísar Þorvaldssdóttur, móðir Hrafns, um að afnotaréttur af bústaðinum og lóðinni yrði framlengdur svo hann næði til barna og barnabarna hennar. Taldi Alfreð að Hjörleifur Kvaran, lögmaður OR, hefði gengið frá málinu á slíkan hátt. Ekki var þó gengið frá málinu á formlegan hátt innan Orkuveitunnar en taldi Hrafn að með vilyrði Alfreðs hafi komst á samningur um afnotarétt sinn af lóðinni, þótt láðst hafi að ganga frá honum skriflega. Orkuveitan hafði áður boðið þeim sem ættu hús í notkun og sæmilegu ásigkomulagi til viðræðna um lok afnota af þeim lóðum sem í nýtingu voru þannig að hægt væri að nýta lóðina þó innan ákveðinna tímamarka en þá yrðu húsin annaðhvort fjarlægð á kostnað OR eða þau rifin. Í dómi Héraðsdóms segir að dómurinn fái ekki séð að unnt sé að gefa því vilyrði, sem Alfreð gaf Herdísi á sínum tíma, annað efni en þeim skriflegu samningum sem gerðir voru við aðra eigendur sumarhúsa á því landi sem Orkuveitan á við vatnið. Því geti afnotaréttur Hrafns af lóðinni ekki staðið lengur en í 15 ár. Hrafni er jafnframt óheimit að framselja þann afnotarétt og öll aðilaskipti að afnotum landsins eru bönnuð.
Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00
Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07
Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57