Hrafn fær 15 ár í viðbót Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 13:00 Hrafn við bústað sinn. Vísir Hrafni Gunnlaugssyni eru heimil afnot af sumarbústaði sínum við Elliðavatn næstu 15 árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reyjavíkur, sem vildi Hrafn og bústaðinn burt, en dómur var kveðinn upp í síðustu viku.Húsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur hefur talið nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann.Sjá einnig: Hrafni gert að hypja sig með sitt frá ElliðavatniHaustið 2014 óskaði Hrafn eftir því að fá að byggja við bústaðinn en svörin voru heldur á aðra leið en hann hafði vænst. Honum var sagt að hann þyrfti að hafa sig í burtu og ekki stæði til að veita nein byggingarleyfi til viðbyggingar.Hús Hrafns er að sönnu glæsilegt, um 140 fermetra stórt og stendur út í vatnið.Vísir/VilhelmHöfðaði Hrafn því mál á hendur Orkuveitunni í október á síðasta ári og krafðist þess að fá ótímabundinn afnotarétt en til vara 75 ára rétt til afnota. Taldi hann sig eiga afnotarétt af lóðinni og snerist deila OR og Hrafns um hvort gerður hafi verið samningur um afnot húseigandans af landinu á grundvelli munnlegs vilyrðis þáverandi formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreðs Þorsteinssonar. Sjá einnig: „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“Í yfirlýsingu Alfreðs, sem hann staðfesti fyrir dómi, segir að hann hafi viljað verða við beiðni Herdísar Þorvaldssdóttur, móðir Hrafns, um að afnotaréttur af bústaðinum og lóðinni yrði framlengdur svo hann næði til barna og barnabarna hennar. Taldi Alfreð að Hjörleifur Kvaran, lögmaður OR, hefði gengið frá málinu á slíkan hátt. Ekki var þó gengið frá málinu á formlegan hátt innan Orkuveitunnar en taldi Hrafn að með vilyrði Alfreðs hafi komst á samningur um afnotarétt sinn af lóðinni, þótt láðst hafi að ganga frá honum skriflega. Orkuveitan hafði áður boðið þeim sem ættu hús í notkun og sæmilegu ásigkomulagi til viðræðna um lok afnota af þeim lóðum sem í nýtingu voru þannig að hægt væri að nýta lóðina þó innan ákveðinna tímamarka en þá yrðu húsin annaðhvort fjarlægð á kostnað OR eða þau rifin. Í dómi Héraðsdóms segir að dómurinn fái ekki séð að unnt sé að gefa því vilyrði, sem Alfreð gaf Herdísi á sínum tíma, annað efni en þeim skriflegu samningum sem gerðir voru við aðra eigendur sumarhúsa á því landi sem Orkuveitan á við vatnið. Því geti afnotaréttur Hrafns af lóðinni ekki staðið lengur en í 15 ár. Hrafni er jafnframt óheimit að framselja þann afnotarétt og öll aðilaskipti að afnotum landsins eru bönnuð. Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Hrafni Gunnlaugssyni eru heimil afnot af sumarbústaði sínum við Elliðavatn næstu 15 árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reyjavíkur, sem vildi Hrafn og bústaðinn burt, en dómur var kveðinn upp í síðustu viku.Húsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur hefur talið nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann.Sjá einnig: Hrafni gert að hypja sig með sitt frá ElliðavatniHaustið 2014 óskaði Hrafn eftir því að fá að byggja við bústaðinn en svörin voru heldur á aðra leið en hann hafði vænst. Honum var sagt að hann þyrfti að hafa sig í burtu og ekki stæði til að veita nein byggingarleyfi til viðbyggingar.Hús Hrafns er að sönnu glæsilegt, um 140 fermetra stórt og stendur út í vatnið.Vísir/VilhelmHöfðaði Hrafn því mál á hendur Orkuveitunni í október á síðasta ári og krafðist þess að fá ótímabundinn afnotarétt en til vara 75 ára rétt til afnota. Taldi hann sig eiga afnotarétt af lóðinni og snerist deila OR og Hrafns um hvort gerður hafi verið samningur um afnot húseigandans af landinu á grundvelli munnlegs vilyrðis þáverandi formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreðs Þorsteinssonar. Sjá einnig: „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“Í yfirlýsingu Alfreðs, sem hann staðfesti fyrir dómi, segir að hann hafi viljað verða við beiðni Herdísar Þorvaldssdóttur, móðir Hrafns, um að afnotaréttur af bústaðinum og lóðinni yrði framlengdur svo hann næði til barna og barnabarna hennar. Taldi Alfreð að Hjörleifur Kvaran, lögmaður OR, hefði gengið frá málinu á slíkan hátt. Ekki var þó gengið frá málinu á formlegan hátt innan Orkuveitunnar en taldi Hrafn að með vilyrði Alfreðs hafi komst á samningur um afnotarétt sinn af lóðinni, þótt láðst hafi að ganga frá honum skriflega. Orkuveitan hafði áður boðið þeim sem ættu hús í notkun og sæmilegu ásigkomulagi til viðræðna um lok afnota af þeim lóðum sem í nýtingu voru þannig að hægt væri að nýta lóðina þó innan ákveðinna tímamarka en þá yrðu húsin annaðhvort fjarlægð á kostnað OR eða þau rifin. Í dómi Héraðsdóms segir að dómurinn fái ekki séð að unnt sé að gefa því vilyrði, sem Alfreð gaf Herdísi á sínum tíma, annað efni en þeim skriflegu samningum sem gerðir voru við aðra eigendur sumarhúsa á því landi sem Orkuveitan á við vatnið. Því geti afnotaréttur Hrafns af lóðinni ekki staðið lengur en í 15 ár. Hrafni er jafnframt óheimit að framselja þann afnotarétt og öll aðilaskipti að afnotum landsins eru bönnuð.
Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
„Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00
Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07
Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57