Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 16:26 Börkur og Annþór eru ákærðir fyrir að hafa beitt Sigurð ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Vísir Fangaverðir og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru til vegna veikinda Sigurðar Hólm Sigurðssonar sem lést í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí 2012 hafa í dag borið vitni í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á Sigurð í klefa hans með þeim afleiðingum að hann lést. Í máli þeirra fangavarða sem höfðu afskipti af Sigurði þegar hann kom í fangelsið daginn áður en hann lést kom fram að hann hefði litið illa út enda væri hann nánast að koma inn í fangelsið beint „af götunni.“ Hann hafi verið mjög magur og illa haldinnGefin lyf til að trappa niður Þekkt hafi verið að hann hafi verið í mikilli neyslu og hann var í einangrun fyrsta sólarhringinn í fangelsi þar sem fangaverðir fylgdust með ástandi hans. Þá voru honum gefin lyf til að trappa hann niður. Einn þeirra fangavarða sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar hann var kallaður til aðstoðar í klefa Sigurðar. Þá hafi fangaverðir verið þar fyrir og hann hafi verið beðinn um að fara og sækja hjartastuðtæki. Það hafi hann gert en svo þegar hann kom á staðinn hafi tækið ekki leyft það að gefið yrði stuð. Því hafi endurlífgun verið reynd, hjartahnoð og blástur. Á einhverjum tímapunkti hafi svo sjúkraflutningamenn og læknir komið á staðinn og tekið við stjórninni. Að lokum fór það svo að læknirinn úrskurðaði hann látinn.Hjartastopp en ekki truflanir Einn sjúkraflutningamannanna útskýrði svo hvers vegna ekki hafi mátt gefa Sigurði hjartastuð. Tækið nemi hvenær megi gefa stuð og hvenær ekki en aðeins megi gefa stuð þegar hjartsláttartruflanir eru til staðar. Sigurður hafi hins vegar verið í hjartastoppi. Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. Þá kom jafnframt fram að útkallið sem kom í gegnum Neyðarlínuna hafi verið vegna líklegra fráhvarfa hjá fanga, meðvitundarleysis og hjartastopps. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fangaverðir og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru til vegna veikinda Sigurðar Hólm Sigurðssonar sem lést í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí 2012 hafa í dag borið vitni í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á Sigurð í klefa hans með þeim afleiðingum að hann lést. Í máli þeirra fangavarða sem höfðu afskipti af Sigurði þegar hann kom í fangelsið daginn áður en hann lést kom fram að hann hefði litið illa út enda væri hann nánast að koma inn í fangelsið beint „af götunni.“ Hann hafi verið mjög magur og illa haldinnGefin lyf til að trappa niður Þekkt hafi verið að hann hafi verið í mikilli neyslu og hann var í einangrun fyrsta sólarhringinn í fangelsi þar sem fangaverðir fylgdust með ástandi hans. Þá voru honum gefin lyf til að trappa hann niður. Einn þeirra fangavarða sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar hann var kallaður til aðstoðar í klefa Sigurðar. Þá hafi fangaverðir verið þar fyrir og hann hafi verið beðinn um að fara og sækja hjartastuðtæki. Það hafi hann gert en svo þegar hann kom á staðinn hafi tækið ekki leyft það að gefið yrði stuð. Því hafi endurlífgun verið reynd, hjartahnoð og blástur. Á einhverjum tímapunkti hafi svo sjúkraflutningamenn og læknir komið á staðinn og tekið við stjórninni. Að lokum fór það svo að læknirinn úrskurðaði hann látinn.Hjartastopp en ekki truflanir Einn sjúkraflutningamannanna útskýrði svo hvers vegna ekki hafi mátt gefa Sigurði hjartastuð. Tækið nemi hvenær megi gefa stuð og hvenær ekki en aðeins megi gefa stuð þegar hjartsláttartruflanir eru til staðar. Sigurður hafi hins vegar verið í hjartastoppi. Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. Þá kom jafnframt fram að útkallið sem kom í gegnum Neyðarlínuna hafi verið vegna líklegra fráhvarfa hjá fanga, meðvitundarleysis og hjartastopps.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19