Lögreglumenn lýsa vanþóknun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 16:55 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna. Í ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í dag segir að ákvörðunin komi sem blaut tuska í andlit lögreglumanna. „Það er engum blöðum um það að fletta að þeir einstaklingar sem veljast til þessara ábyrgðarmiklu starfa eigi að njóta góðra launakjara. Þegar hins vegar einstaka hækkanir þessa hóps eru allt að 59% hærri en sem nemur grunnlaunum lögreglumanns í fullu starfi er ljóst að eitthvað mikið bjátar á, í skilningi þeirra einstaklinga sem slíkar ákvarðanir taka, á þeim veruleika sem venjulegt launafólk býr við í þessu landi,“ segir í ályktuninni. Sambandið hafi margoft kallað eftir gögnum frá fjármálaráðherra varðandi launakjör lögreglumanna. „LL minnir á þá einföldu staðreynd og vísar í þessu sambandi til ályktunar stjórnarfundar landssambandsins frá 21. mars s.l., að fjármálaráðherra staðfesti það í skriflegu svari við fyrirspurn á hinu háa Alþingi þann 15. mars s.l., að laun lögreglumanna hefðu dregist aftur úr tilteknum hópum opinberra starfsmanna sem nemur a.m.k. um 9% frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. LL hefur margítrekað kallað eftir þeim gögnum, á umliðnum árum, sem fjármálaráðherra studdist við í svari sínu, en jafnan fengið þau viðbrögð að útilokað hafi verið, illa hægt eða erfitt að reikna út launaþróun lögreglumanna út frá þeim viðmiðunarhópum sem horft skyldi til við afnám verkfallsréttarins.“ Þá segir sambandið að fjármálaráðuneytið hafi neitað að láta hlutlausan aðila á borð við Hagstofu Íslands sjá um slíka útreikninga. „Engin leið hefur verið fyrir LL að fá tekið tillit til þessarar einföldu staðreyndar og laun lögreglumanna leiðrétt í þeim kjaraviðræðum sem átt hafa sér stað á umliðnum árum. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna að í einni hendingu sé, án nokkurra vandkvæða, hægt að leiðrétta og hækka hæstu laun í landinu svo tugum prósenta skiptir,“ segir í ályktun Landssambands lögreglumanna. Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna. Í ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í dag segir að ákvörðunin komi sem blaut tuska í andlit lögreglumanna. „Það er engum blöðum um það að fletta að þeir einstaklingar sem veljast til þessara ábyrgðarmiklu starfa eigi að njóta góðra launakjara. Þegar hins vegar einstaka hækkanir þessa hóps eru allt að 59% hærri en sem nemur grunnlaunum lögreglumanns í fullu starfi er ljóst að eitthvað mikið bjátar á, í skilningi þeirra einstaklinga sem slíkar ákvarðanir taka, á þeim veruleika sem venjulegt launafólk býr við í þessu landi,“ segir í ályktuninni. Sambandið hafi margoft kallað eftir gögnum frá fjármálaráðherra varðandi launakjör lögreglumanna. „LL minnir á þá einföldu staðreynd og vísar í þessu sambandi til ályktunar stjórnarfundar landssambandsins frá 21. mars s.l., að fjármálaráðherra staðfesti það í skriflegu svari við fyrirspurn á hinu háa Alþingi þann 15. mars s.l., að laun lögreglumanna hefðu dregist aftur úr tilteknum hópum opinberra starfsmanna sem nemur a.m.k. um 9% frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. LL hefur margítrekað kallað eftir þeim gögnum, á umliðnum árum, sem fjármálaráðherra studdist við í svari sínu, en jafnan fengið þau viðbrögð að útilokað hafi verið, illa hægt eða erfitt að reikna út launaþróun lögreglumanna út frá þeim viðmiðunarhópum sem horft skyldi til við afnám verkfallsréttarins.“ Þá segir sambandið að fjármálaráðuneytið hafi neitað að láta hlutlausan aðila á borð við Hagstofu Íslands sjá um slíka útreikninga. „Engin leið hefur verið fyrir LL að fá tekið tillit til þessarar einföldu staðreyndar og laun lögreglumanna leiðrétt í þeim kjaraviðræðum sem átt hafa sér stað á umliðnum árum. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna að í einni hendingu sé, án nokkurra vandkvæða, hægt að leiðrétta og hækka hæstu laun í landinu svo tugum prósenta skiptir,“ segir í ályktun Landssambands lögreglumanna.
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26