VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2016 16:07 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. Vill VR að það verði fyrsta verk nýs Alþingis að draga úrskurðinn til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þá fá ráðherrar og forseti einnig ríflega launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs. Töluverðar reiði gætir í samfélaginu vegnar ákvörðunar kjararáðs og hafa alþingismenn og verkalýðsfélög kallað eftir endurskoðun á úrskurðinum. Í tilkynningu frá VR segir að rök kjararáðs fyrir þessum hækkunum duga engan veginn til að réttlæta úrskurð ráðsins. Stjórnvöld verði að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrgð og hógværð í launahækkunum eins og stöðugt er sagt við almenna launamenn. „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að senda íslensku launafólki skýr skilaboð. Með því eru þau að hafna samvinnu um nýtt kjarasamningalíkan sem stefnir að stöðugleika og auknum kaupmætti en bjóða þess í stað upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu,“ segir í tilkynningunni. Það sé því krafa VR að fyrsta verk nýs Alþingis verði að draga þennan úrskurð til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. Vill VR að það verði fyrsta verk nýs Alþingis að draga úrskurðinn til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þá fá ráðherrar og forseti einnig ríflega launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs. Töluverðar reiði gætir í samfélaginu vegnar ákvörðunar kjararáðs og hafa alþingismenn og verkalýðsfélög kallað eftir endurskoðun á úrskurðinum. Í tilkynningu frá VR segir að rök kjararáðs fyrir þessum hækkunum duga engan veginn til að réttlæta úrskurð ráðsins. Stjórnvöld verði að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrgð og hógværð í launahækkunum eins og stöðugt er sagt við almenna launamenn. „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að senda íslensku launafólki skýr skilaboð. Með því eru þau að hafna samvinnu um nýtt kjarasamningalíkan sem stefnir að stöðugleika og auknum kaupmætti en bjóða þess í stað upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu,“ segir í tilkynningunni. Það sé því krafa VR að fyrsta verk nýs Alþingis verði að draga þennan úrskurð til baka og endurskoða reglur um kjararáð.
Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59
BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45