Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2016 20:19 Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir hætti við að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að eigendur keppninnar sögðu henni að hún þyrfti að grenna sig. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum en stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015. Hún keppti fyrir Íslands hönd í Miss World og vann keppnina Miss EM nokkru síðar. Arna Ýr er nú stödd í Las Vegas þar sem hún ætlaði að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International. En eins og Arna Ýr lýsti fyrir fjölmörgum fylgjendum sínum á Snapchat um helgina kom upp atvik sem breytti hennar fyrirætlunum.Sjá einnig: Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræðaArna Ýr ákvað að lokum að hætta keppni vegna þessa máls og er nú á heimleið. Erlendir fjölmiðlar og bloggsíður hafa fjallað um málið síðasta sólarhringinn þar sem Örnu er hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín og hneykslast á því að hún sé sögð of feit. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, segir ekki koma á óvart að einhver sé dæmdur út frá útliti í fegurðarsamkeppni. „Það að einhver sé kallaður feitur og þurfi að grenna sig fyrir fegurðarsamkeppni er ekkert nýtt,“ segir Elva. „Við vitum að fegursamkeppnir eru með fegurðarstaðla sem ótrúlega fáar stelpur uppfylla. Í raun er ég mest hissa yfir því hversu margir eru hissa yfir þessum athugasemdum.“Sjá einnig: Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“Elva segir hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna atviksins sýna mikla fitufordóma í samfélaginu. Í stað þess ætti að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“ Tengdar fréttir Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir hætti við að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að eigendur keppninnar sögðu henni að hún þyrfti að grenna sig. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum en stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015. Hún keppti fyrir Íslands hönd í Miss World og vann keppnina Miss EM nokkru síðar. Arna Ýr er nú stödd í Las Vegas þar sem hún ætlaði að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International. En eins og Arna Ýr lýsti fyrir fjölmörgum fylgjendum sínum á Snapchat um helgina kom upp atvik sem breytti hennar fyrirætlunum.Sjá einnig: Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræðaArna Ýr ákvað að lokum að hætta keppni vegna þessa máls og er nú á heimleið. Erlendir fjölmiðlar og bloggsíður hafa fjallað um málið síðasta sólarhringinn þar sem Örnu er hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín og hneykslast á því að hún sé sögð of feit. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, segir ekki koma á óvart að einhver sé dæmdur út frá útliti í fegurðarsamkeppni. „Það að einhver sé kallaður feitur og þurfi að grenna sig fyrir fegurðarsamkeppni er ekkert nýtt,“ segir Elva. „Við vitum að fegursamkeppnir eru með fegurðarstaðla sem ótrúlega fáar stelpur uppfylla. Í raun er ég mest hissa yfir því hversu margir eru hissa yfir þessum athugasemdum.“Sjá einnig: Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“Elva segir hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna atviksins sýna mikla fitufordóma í samfélaginu. Í stað þess ætti að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“
Tengdar fréttir Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16
Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19
Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00
Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11
Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09