Katrín: „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2016 13:02 Katrín Jakobsdóttir á landsfundi VG í október á síðasta ári. Mynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson Vinstri grænir vilja að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og draga þurfi markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á kjörtímabilinu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en í morgun samþykkti fundurinn kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að minnsta kosti 500 á ári eins og þar segir. Á meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er gjaldfrjáls þjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og minna vægi kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum og við erum með raunhæfa áætlun um hvernig við gerum það. Við viljum byrja á heilsugæslunni og göngudeild sjúkrahúsanna. Við teljum að það þurfi að horfa á rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna úti um land allt og heilsugæslunnar sem þarf að styrkja,“segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fréttastofu. Katrín segist hafa trú á því að heilbrigðismálin verði mest áberandi á þeim vikum sem eru framundan fram að kosningum hinn 29. október. „Mér finnst að almenningur vilji ræða heilbrigðismálin og það er munur á stefnu flokkanna þó að aðrir flokka vilji bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Það er munur á því hvernig fólk vill gera það, hvernig fólk vill forgangsraða fjármunum. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þess vegna tölum við sérstaklega fyrir einmitt því að það þurfi að styrkja rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar. Það er eitt af því sem ég held að almenningur vilji setja á dagskrá. Þannig að ég hef trú á því að heilbrigðismálin verði ofarlega á baugi.“ Katrín nefnir líka skóla- og menntamál. „Þar viljum við stórefla bæði háskóla- og framhaldsskólakerfið þannig að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur þegar kemur að háskólamenntun því þetta er framtíðar hagsmunamál fyrir okkur öll, að þessi mál séu í lagi.“Kosningaráherslur VG fyrir alþingiskosningar. Kosningar 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Vinstri grænir vilja að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og draga þurfi markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á kjörtímabilinu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en í morgun samþykkti fundurinn kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að minnsta kosti 500 á ári eins og þar segir. Á meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er gjaldfrjáls þjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og minna vægi kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum og við erum með raunhæfa áætlun um hvernig við gerum það. Við viljum byrja á heilsugæslunni og göngudeild sjúkrahúsanna. Við teljum að það þurfi að horfa á rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna úti um land allt og heilsugæslunnar sem þarf að styrkja,“segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fréttastofu. Katrín segist hafa trú á því að heilbrigðismálin verði mest áberandi á þeim vikum sem eru framundan fram að kosningum hinn 29. október. „Mér finnst að almenningur vilji ræða heilbrigðismálin og það er munur á stefnu flokkanna þó að aðrir flokka vilji bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Það er munur á því hvernig fólk vill gera það, hvernig fólk vill forgangsraða fjármunum. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þess vegna tölum við sérstaklega fyrir einmitt því að það þurfi að styrkja rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar. Það er eitt af því sem ég held að almenningur vilji setja á dagskrá. Þannig að ég hef trú á því að heilbrigðismálin verði ofarlega á baugi.“ Katrín nefnir líka skóla- og menntamál. „Þar viljum við stórefla bæði háskóla- og framhaldsskólakerfið þannig að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur þegar kemur að háskólamenntun því þetta er framtíðar hagsmunamál fyrir okkur öll, að þessi mál séu í lagi.“Kosningaráherslur VG fyrir alþingiskosningar.
Kosningar 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira