Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2016 21:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að menn skiptist á skoðunum um skipulag í miðborg Reykjavíkur þar sem gamli bærinn sé í raun sameign þjóðarinnar. Sigmundur hefur gagnrýnt uppbyggingu á svokölluðu Hafnartorgi í miðbænum og meðal annars kallað byggingaráformin skipulagsslys, en hann ræddi skipulagsmál í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Þegar við erum að tala miðbæ höfuðborgarinnar, gamla miðbæinn, þá erum hann í raun sameign okkar allra og eðlilegt að menn skiptist á skoðunum um hvað sé rétt að gera þar og nýti þau tækifæri sem eru til staðar því það eru þrátt fyrir allt veruleg tækifæri í því þegar það er uppsveifla, þegar það er eftirspurn eftir húsnæði til þess að byggja þá upp á þann hátt að það standist tímans tönn og styrki stöðu bæjarins til langs tíma,“ sagði Sigmundur. Að mati forsætisráðherra mun miðbær Reykjavíkur aldrei geta keppt við til dæmis verslunarmiðstöðvar um stærð verslunarrýmis og fjölda bílastæða. Sérstaða miðbæjarins liggi í því sögulega og menningarlega. Þá snúist málið ekki um það að byggja gömul timbur-eða bárujárnshús í Borgartúni eða úthverfum heldur um það að Borgartúnið verði ekki fært niður í miðbæ. „Mér finnst að allir íbúar eigi að hafa skoðun á þessu og menn eigi að láta í sér heyra en þetta varðar líka mitt svið. Ég ekki aðeins má skipta mér af þessu, ég á beinlínis að gera það vegna þess að minjavernd, verndun hins byggða umhverfis heyrir undir mig, og það væri ábyrgðarhlutur ef ég léti það viðgangast að menn gerðu risastór mistök án þess að benda á það.“ Fyrri hluta viðtals Björns Inga Hrafnssonar má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að menn skiptist á skoðunum um skipulag í miðborg Reykjavíkur þar sem gamli bærinn sé í raun sameign þjóðarinnar. Sigmundur hefur gagnrýnt uppbyggingu á svokölluðu Hafnartorgi í miðbænum og meðal annars kallað byggingaráformin skipulagsslys, en hann ræddi skipulagsmál í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Þegar við erum að tala miðbæ höfuðborgarinnar, gamla miðbæinn, þá erum hann í raun sameign okkar allra og eðlilegt að menn skiptist á skoðunum um hvað sé rétt að gera þar og nýti þau tækifæri sem eru til staðar því það eru þrátt fyrir allt veruleg tækifæri í því þegar það er uppsveifla, þegar það er eftirspurn eftir húsnæði til þess að byggja þá upp á þann hátt að það standist tímans tönn og styrki stöðu bæjarins til langs tíma,“ sagði Sigmundur. Að mati forsætisráðherra mun miðbær Reykjavíkur aldrei geta keppt við til dæmis verslunarmiðstöðvar um stærð verslunarrýmis og fjölda bílastæða. Sérstaða miðbæjarins liggi í því sögulega og menningarlega. Þá snúist málið ekki um það að byggja gömul timbur-eða bárujárnshús í Borgartúni eða úthverfum heldur um það að Borgartúnið verði ekki fært niður í miðbæ. „Mér finnst að allir íbúar eigi að hafa skoðun á þessu og menn eigi að láta í sér heyra en þetta varðar líka mitt svið. Ég ekki aðeins má skipta mér af þessu, ég á beinlínis að gera það vegna þess að minjavernd, verndun hins byggða umhverfis heyrir undir mig, og það væri ábyrgðarhlutur ef ég léti það viðgangast að menn gerðu risastór mistök án þess að benda á það.“ Fyrri hluta viðtals Björns Inga Hrafnssonar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira