Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2016 06:30 Unnur Brá Konráðsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir á kvennakvöldi Sjálfstæðiskvenna í Reykjanesbæ fyrir rúmum tveimur árum. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir það í höndum kjördæmisráðanna að klára endanlega niðurröðun einstaklinga á framboðslista flokksins. Bjarni útilokar ekki að röðun einstaklinga verði breytt en segir umboð þeirra sem fengið hafa kosningu mjög sterkt. „Þessi niðurstaða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum," sagði hann.Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur þurft að þola mikla gagnrýni vegna stöðu ferðamála á þessu kjörtímabili.Prófkjör Sjálfstæðisflokksins um helgina sýnir að innan flokksins eiga karlar auðveldara með að ná framgangi í prófkjörum en konur. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Karlar röðuðu sér í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og í Suðvesturkjördæmi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hlaut fjórða sætið í prófkjöri í Suðurkjördæmi og Unnur Brá Konráðsdóttir þurfti að gera sér fimmta sætið að góðu. Ragnheiður Elín sendi frá sér tilkynningu um miðjan dag í gær að hún myndi ekki sækjast eftir fjórða sætinu og myndi hætta í stjórnmálum að loknum kosningum. Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, sigraði í kosningunum í Suðurkjördæmi með nokkrum yfirburðum. Miklar umræður hafa spunnist innan Sjálfstæðisflokksins um útkomu helgarinnar og sitt sýnist hverjum. Friðjón Friðjónssson, fulltrúi í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, segir að á endanum þurfi miðstjórn að samþykkja framboðslista. „Ég mun ekki styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu. Það er það minnsta sem ég get gert í stöðunni,“ segir Friðjón.Elín Hirst er ein margra kvenna sem hverfur af þingi eftir kosningar þann 29. október.„Það hefur oft verið venjan að sitjandi þingmenn og sérstaklega ráðherra eigi auðveldara með að ná góðum úrslitum úr prófkjörum. Hin svegar virðist það vera að konur njóti þess ekki í sama mæli og karlarnir að fyrri reynsla fljóti þeim ofar á lista,“ segir Eva Heiða. „Þegar fyrstu tölur voru lesnar upp í kraganum sagði formaður flokksins það strax vonbrigði að konur væru ekki að ná nægilega góðum árangri. Einnig var landsþing flokksins haldið í mars tileinkað 100 ára kosningarétti kvenna. Því gæti það verið vísbending um að þessi mál séu ofarlega á baugi stjórnar flokksins en hins almenna kjósanda.“ Hjá Samfylkingu munu Össur Skarphéðinsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir verða oddvitar lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og Árni Páll Árnason fer fyrir flokknum í kraganum. Nýliði mun verma efsta sætið í Norðvesturkjördæmi, Guðjón Brjánsson. Guðjón lagði Ólínu Þorvarðardóttur, sitjandi þingmann. Í Reykjavík stakk Eva Baldursdóttir sér fram fyrir tvo sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar, þau Helga Hjörvar og Valgerði Bjarnadóttur. Verður, ef marka má skoðanakannanir, ólíklegt að Valgerður nái á þing að loknum kosningum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. 11. september 2016 15:57 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir það í höndum kjördæmisráðanna að klára endanlega niðurröðun einstaklinga á framboðslista flokksins. Bjarni útilokar ekki að röðun einstaklinga verði breytt en segir umboð þeirra sem fengið hafa kosningu mjög sterkt. „Þessi niðurstaða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum," sagði hann.Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur þurft að þola mikla gagnrýni vegna stöðu ferðamála á þessu kjörtímabili.Prófkjör Sjálfstæðisflokksins um helgina sýnir að innan flokksins eiga karlar auðveldara með að ná framgangi í prófkjörum en konur. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Karlar röðuðu sér í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og í Suðvesturkjördæmi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hlaut fjórða sætið í prófkjöri í Suðurkjördæmi og Unnur Brá Konráðsdóttir þurfti að gera sér fimmta sætið að góðu. Ragnheiður Elín sendi frá sér tilkynningu um miðjan dag í gær að hún myndi ekki sækjast eftir fjórða sætinu og myndi hætta í stjórnmálum að loknum kosningum. Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, sigraði í kosningunum í Suðurkjördæmi með nokkrum yfirburðum. Miklar umræður hafa spunnist innan Sjálfstæðisflokksins um útkomu helgarinnar og sitt sýnist hverjum. Friðjón Friðjónssson, fulltrúi í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, segir að á endanum þurfi miðstjórn að samþykkja framboðslista. „Ég mun ekki styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu. Það er það minnsta sem ég get gert í stöðunni,“ segir Friðjón.Elín Hirst er ein margra kvenna sem hverfur af þingi eftir kosningar þann 29. október.„Það hefur oft verið venjan að sitjandi þingmenn og sérstaklega ráðherra eigi auðveldara með að ná góðum úrslitum úr prófkjörum. Hin svegar virðist það vera að konur njóti þess ekki í sama mæli og karlarnir að fyrri reynsla fljóti þeim ofar á lista,“ segir Eva Heiða. „Þegar fyrstu tölur voru lesnar upp í kraganum sagði formaður flokksins það strax vonbrigði að konur væru ekki að ná nægilega góðum árangri. Einnig var landsþing flokksins haldið í mars tileinkað 100 ára kosningarétti kvenna. Því gæti það verið vísbending um að þessi mál séu ofarlega á baugi stjórnar flokksins en hins almenna kjósanda.“ Hjá Samfylkingu munu Össur Skarphéðinsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir verða oddvitar lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og Árni Páll Árnason fer fyrir flokknum í kraganum. Nýliði mun verma efsta sætið í Norðvesturkjördæmi, Guðjón Brjánsson. Guðjón lagði Ólínu Þorvarðardóttur, sitjandi þingmann. Í Reykjavík stakk Eva Baldursdóttir sér fram fyrir tvo sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar, þau Helga Hjörvar og Valgerði Bjarnadóttur. Verður, ef marka má skoðanakannanir, ólíklegt að Valgerður nái á þing að loknum kosningum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. 11. september 2016 15:57 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. 11. september 2016 15:57
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31