„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 17:40 Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna í dag. vísir/ernir Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að byggja endurreisn bankanna ekki á neyðarlögunum heldur ganga til samninga við kröfuhafa. Þannig lítur út fyrir að íslenska samninganefndin hafi gefið sér það fyrir fram að neyðarlögin myndu ekki halda fyrir dómstólum.Gáfu sér fyrirfram að neyðarlögin myndu ekki halda Þetta er á meðal þess sem fram kemur í seinni skýrslu fjárlaganefndar Alþingis um einkavæðingu bankanna sem kynnt var í dag. Þar kom fram að ríkissjóður hafi verið settur í áhættu fyrir 296 milljörðum króna við endurreisn bankanna. „Það lítur út fyrir að útgangspunktur íslensku samninganefndarinnar hafi verið að gefa sér fyrirfram að neyðarlögin myndu ekki halda fyrir dómstólum og mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna,“ segir í skýrslunni.Tók málið í eigin hendur Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, er borinn þungum sökum í skýrslunni. Hann er sagður hafa tekið fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, sem hafði yfirumsjón með endurreisn bankanna, með því að hefja samningagerð upp á eigin spýtur við erlenda kröfuhafa bankanna. „Með þessu inngripi voru ákvæði neyðarlaganna höfð að engu. Þess í stað voru kröfuhöfum færðir íslensku bankarnir með tugmilljarða meðgjöf frá skattgreiðendum,“ segir í skýrslunni. „Með því að taka fram fyrir hendurnar á Fjármálaráðuneytinu glopraði fjármálaráðherra niður gríðarlegum ávinningi.“ Í skýrslunni segir að ekki verði önnur ályktun dregin en að samningagerðin hafi að stórum hluta gengið út á að friðþægja kröfuhafana með því að afhenda þeim eignarhald á bönkunum. „Samningamenn fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans afhentu kröfuhöfunum eignir almennings. Um leið afsöluðu þeir meira og minna mögulegum ávinningi ríkisins af þeirri ábyrgð sem það tók á sig frá hruni bankanna. Áhætta um framtíð bankanna var lögð á íslenska skattgreiðendur með þessum samningum.“ Þá segir að ef hagkerfið hefði ekki rétt úr sér hefði tap bankanna lent á ríkissjóði. „Ein helsta röksemd þáverandi fjármálaráðherra fyrir því að falla frá fyrirhugaðri yfirtöku ríkisins á bönkunum þremur hefur verið sú að áhættan hafi verið allt of mikil fyrir ríkissjóð. Þær upplýsingar sem hér koma fram sýna þvert á móti að ríkissjóður tók þessa áhættu á sig í raun og veru, en eignaðist aðeins einn bankann af þremur í stað þess að eignast þá alla. Arion banki og Íslandsbanki, sem komu í hlut kröfuhafanna, hafa skilað 288 milljarða króna hagnaði á þessum tíma sem um ræðir.“Skýrsluna í heild má lesa hér Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að byggja endurreisn bankanna ekki á neyðarlögunum heldur ganga til samninga við kröfuhafa. Þannig lítur út fyrir að íslenska samninganefndin hafi gefið sér það fyrir fram að neyðarlögin myndu ekki halda fyrir dómstólum.Gáfu sér fyrirfram að neyðarlögin myndu ekki halda Þetta er á meðal þess sem fram kemur í seinni skýrslu fjárlaganefndar Alþingis um einkavæðingu bankanna sem kynnt var í dag. Þar kom fram að ríkissjóður hafi verið settur í áhættu fyrir 296 milljörðum króna við endurreisn bankanna. „Það lítur út fyrir að útgangspunktur íslensku samninganefndarinnar hafi verið að gefa sér fyrirfram að neyðarlögin myndu ekki halda fyrir dómstólum og mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna,“ segir í skýrslunni.Tók málið í eigin hendur Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, er borinn þungum sökum í skýrslunni. Hann er sagður hafa tekið fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, sem hafði yfirumsjón með endurreisn bankanna, með því að hefja samningagerð upp á eigin spýtur við erlenda kröfuhafa bankanna. „Með þessu inngripi voru ákvæði neyðarlaganna höfð að engu. Þess í stað voru kröfuhöfum færðir íslensku bankarnir með tugmilljarða meðgjöf frá skattgreiðendum,“ segir í skýrslunni. „Með því að taka fram fyrir hendurnar á Fjármálaráðuneytinu glopraði fjármálaráðherra niður gríðarlegum ávinningi.“ Í skýrslunni segir að ekki verði önnur ályktun dregin en að samningagerðin hafi að stórum hluta gengið út á að friðþægja kröfuhafana með því að afhenda þeim eignarhald á bönkunum. „Samningamenn fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans afhentu kröfuhöfunum eignir almennings. Um leið afsöluðu þeir meira og minna mögulegum ávinningi ríkisins af þeirri ábyrgð sem það tók á sig frá hruni bankanna. Áhætta um framtíð bankanna var lögð á íslenska skattgreiðendur með þessum samningum.“ Þá segir að ef hagkerfið hefði ekki rétt úr sér hefði tap bankanna lent á ríkissjóði. „Ein helsta röksemd þáverandi fjármálaráðherra fyrir því að falla frá fyrirhugaðri yfirtöku ríkisins á bönkunum þremur hefur verið sú að áhættan hafi verið allt of mikil fyrir ríkissjóð. Þær upplýsingar sem hér koma fram sýna þvert á móti að ríkissjóður tók þessa áhættu á sig í raun og veru, en eignaðist aðeins einn bankann af þremur í stað þess að eignast þá alla. Arion banki og Íslandsbanki, sem komu í hlut kröfuhafanna, hafa skilað 288 milljarða króna hagnaði á þessum tíma sem um ræðir.“Skýrsluna í heild má lesa hér
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira