RATM-liðar stofna ofurgrúbbu ásamt röppurunum Chuck D og B-Real Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. maí 2016 18:01 "Hinir" þrír úr Rage Against the Machine nenna greinilega ekki að bíða endalaust eftir söngvaranum Zack de la Rocha. Vísir Tónlistarvefurinn NME fullyrðir að þrír fjórðu meðlima Rage Against the Machine séu við það að stofna nýja súpergrúbbu með röppurunum Chuck D úr Public Enemy og B-Real úr Cypress Hill. Nýja sveitin kemur líklegast til með að heita Prophets of rage en nú þegar hefur verið opnað vefsvæði fyrir sveitina. Þegar þetta er skrifað er þar aðeins að finna niðurtalningu sem virðist vera að telja niður að einhverju sem mun gerast eða birtast 30. maí næstkomandi. Nýja sveitin er því í raun Rage Against the Machine án söngvarans Zack de la Rocha sem vinnur þessa daganna að nýrri plötu ásamt rapparanum og upptökustjóranum El-P.Annað sinn sem "hinir" stofna nýja sveitÞetta verður nú ekki í fyrsta skiptið sem Tom Morello gítarleikari, Tim Commerford bassaleikari og Brad Wilk trommari stofna „nýja“ hljómsveit undir öðrum merkjum en Rage Against the Machine. Þeir störfuðu saman í nokkur ár undir nafninu Audioslave ásamt Chris Cornell eftir að De La Rocha yfirgaf fyrrum félaga sína. Hér fyrir neðan má sjá og heyra tónleika Rage Against the Machine í Kaplakrika á Íslandi sem fram fóru 6. júní 1993 í heild sinni. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarvefurinn NME fullyrðir að þrír fjórðu meðlima Rage Against the Machine séu við það að stofna nýja súpergrúbbu með röppurunum Chuck D úr Public Enemy og B-Real úr Cypress Hill. Nýja sveitin kemur líklegast til með að heita Prophets of rage en nú þegar hefur verið opnað vefsvæði fyrir sveitina. Þegar þetta er skrifað er þar aðeins að finna niðurtalningu sem virðist vera að telja niður að einhverju sem mun gerast eða birtast 30. maí næstkomandi. Nýja sveitin er því í raun Rage Against the Machine án söngvarans Zack de la Rocha sem vinnur þessa daganna að nýrri plötu ásamt rapparanum og upptökustjóranum El-P.Annað sinn sem "hinir" stofna nýja sveitÞetta verður nú ekki í fyrsta skiptið sem Tom Morello gítarleikari, Tim Commerford bassaleikari og Brad Wilk trommari stofna „nýja“ hljómsveit undir öðrum merkjum en Rage Against the Machine. Þeir störfuðu saman í nokkur ár undir nafninu Audioslave ásamt Chris Cornell eftir að De La Rocha yfirgaf fyrrum félaga sína. Hér fyrir neðan má sjá og heyra tónleika Rage Against the Machine í Kaplakrika á Íslandi sem fram fóru 6. júní 1993 í heild sinni.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira