Bjarni Ben: Ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða nýja ríkisstjórn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2016 23:02 Af orðum Bjarna má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér forsætisráðherrastólinn í næstu ríkisstjórn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“ Kosningar 2016 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“
Kosningar 2016 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira