„Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Bjarki Ármannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. janúar 2016 17:25 Fyrsti hópur sýrlenskra flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi er kominn til landsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku á móti fólkinu í Leifsstöð en þau lentu á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálffjögur í dag. Um er að ræða sex sýrlenskar fjölskyldur, þrettán fullorðna og 22 börn. Fólkið hefur fengið fylgd frá Líbanon en með þeim voru meðal annars starfsfólk utanríkisráðuneytisins og starfsmenn frá Rauða krossinum. Forsætisráðherra bauð fólkið velkomið í stuttu ávarpi og kynnti sig en sagði að ekki væri ætlast til þess að fólk lærði nafnið hans strax. Hann sagði mikinn áhuga meðal almennings hér á landi að fá að taka á móti flóttafólki og bætti við að þó að veðrið á Íslandi væri kalt um þessar mundir séu Íslendingar hlý þjóð. „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru,“ sagði Sigmundur Davíð meðal annars.Vísir/Anton Brink23 úr hópnum eru á leið til Akureyrar og tólf í Kópavog. Fréttastofa ræddi við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, en hann flúði ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra frá Sýrlandi árið 2012. Hann segir börn sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Viðtal við Khattab verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Starfsfólk sendiráðsins okkar í París hitti í dag hóp sýrlenska flóttafólksins sem fær hæli á Akureyri og í Kópavogi. Hó...Posted by Utanríkisráðuneytið on 19. janúar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Flóttamennirnir komnir til Parísar Sýrlensku flóttamennirnir 35 sem koma til landsins í dag voru þreytt en ánægð þegar þau komu til Parísar frá Beirút í morgun. 19. janúar 2016 11:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Fyrsti hópur sýrlenskra flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi er kominn til landsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku á móti fólkinu í Leifsstöð en þau lentu á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálffjögur í dag. Um er að ræða sex sýrlenskar fjölskyldur, þrettán fullorðna og 22 börn. Fólkið hefur fengið fylgd frá Líbanon en með þeim voru meðal annars starfsfólk utanríkisráðuneytisins og starfsmenn frá Rauða krossinum. Forsætisráðherra bauð fólkið velkomið í stuttu ávarpi og kynnti sig en sagði að ekki væri ætlast til þess að fólk lærði nafnið hans strax. Hann sagði mikinn áhuga meðal almennings hér á landi að fá að taka á móti flóttafólki og bætti við að þó að veðrið á Íslandi væri kalt um þessar mundir séu Íslendingar hlý þjóð. „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru,“ sagði Sigmundur Davíð meðal annars.Vísir/Anton Brink23 úr hópnum eru á leið til Akureyrar og tólf í Kópavog. Fréttastofa ræddi við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, en hann flúði ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra frá Sýrlandi árið 2012. Hann segir börn sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Viðtal við Khattab verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Starfsfólk sendiráðsins okkar í París hitti í dag hóp sýrlenska flóttafólksins sem fær hæli á Akureyri og í Kópavogi. Hó...Posted by Utanríkisráðuneytið on 19. janúar 2016
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Flóttamennirnir komnir til Parísar Sýrlensku flóttamennirnir 35 sem koma til landsins í dag voru þreytt en ánægð þegar þau komu til Parísar frá Beirút í morgun. 19. janúar 2016 11:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45
Flóttamennirnir komnir til Parísar Sýrlensku flóttamennirnir 35 sem koma til landsins í dag voru þreytt en ánægð þegar þau komu til Parísar frá Beirút í morgun. 19. janúar 2016 11:30