Nýtt fyrirkomulag í gufunni í Vesturbæjarlaug ótengt kynferðislegri áreitni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2016 09:00 Hafliði Halldórsson forstöðumaður segir að kynferðisleg áreitni sé sem betur fer ekki daglegt brauð í Vesturbæjarlaug. Vísir/GVA Sú breyting varð samhliða hækkun verðskrár í sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu að aðgengi að gufubaði karla og kvenna, sánu, í Vesturbæjarlauginni og Breiðholtslaug var gert opið öllum. Fram til þess tíma þurfti að greiða sérstaklega fyrir aðgang að gufuböðunum og fékk fólk lykil til að komast í gufuna. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að sú einkennilega staða hafi komið upp eftir að ákveðið var að hækka aðgangseyrin í sundlaugarnar að dýrara var orðið að fara í sund en að fá aðgang að gufubaðinu. Þess utan var sala á kortum í gufuna ekki mikil. Áfram verður átján ára aldurstakmark í gufubaðið að sögn Hafliða.Vesturbæjarlaug er ein af vinsælustu laugum landsins. Nýr og stór pottur hefur vafalítið töluvert um það að segja.Vísir/GVADómur fyrir áreiti í sánunni Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að á síðasta ári hefði fallið dómur þar sem karlmaður fékk 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni í gufubaði karla í Vesturbæjarlauginni. Við það tilefni sagði Hafliði vissulega dæmi þess að undanfarin ár að kvartað hafi verið vegna kynferðislegrar áreitni.Sjá einnig:Hollywood-stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Tengdu sumir gesta Vesturbæjarlaugar nýtt fyrirkomulag í gufubaðinu innandyra við fréttir af áreitni í gufunni. Dómurinn kom ekki sem þruma úr heiðskíru lofti enda lengi verið sögusagnir um að ýmislegt hafi viðgengist í gufubaði karl, annað en að þar sitji karlar og slaki á. Það mun hins vegar ekki vera tilfellið enda nýja fyrirkomulagið aðeins tengt nýlegum verðskrárhækkunum að sögn Hafliða.Eiríkur Örn Norðdahl.Vilja komast naktir í gufuna Athygli vakti í fyrradag þegar tíu manna hópur með Eirík Örn Norðdahl í broddi fylkingar birti opið bréf til bæjaryfirvalda á Ísafirði þar sem farið var fram á hætta væri að krefjast þess að sundlaugagestir klæddust sundfötum í gufubaðinu. Brot úr bréfinu, sem fær eflaust marga lesendur til þess að brosa út í annað, fylgir að neðan.Samkvæmt öllum rannsóknum þar að lútandi er gríðarmikill sóðaskapur fylgjandi skítugum, klórböðuðum sundfötum – sem sjúga í sig bakteríur, safna óhreinindum og fóstra vel, þar til að í hitann er komið og viðbjóðurinn uppleysist og vanhelgar löylyna, vit manna, líkama þeirra og sálir, svo þeir fara krankir og hugsjúkir aftur út í veröldina, en ekki tápgóðir og upplitsdjarfir eins og stefnt var til.Víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi er því lagt blátt bann við því að sundföt séu dregin með inn í helgidóminn. Áhöld eru síðan um það hvort hreinlegra sé að sitja á handklæði – og þá tandurhreinu slíku – eða einfaldlega á rassinum, sem er ekki nærri jafn hættulegur og margir halda, sérstaklega ekki þegar maður kemur beint úr áðurnefndu sturtubaði. Ekki verður tekin afstaða í þeirri deilu hér, eða farið nánar út í þá sálma, heldur látið duga að benda þeim á valmöguleikann sem þola ómögulega tilhugsunina um að skilja eftir sig rassafar á bekknum.Sjö Finnar eru meðal þeirra sem kvitta undir bréfið sem má lesa í heild sinni á vef Bæjarins besta.Sundhöllin á Ísafirði var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni.Fólkið oftar nakið í Vesturbæjarlauginni Aðspurður segir Hafliði engar reglur varðandi það hvort fólki fari nakið eða klætt sundfötum í gufubaðið í Vesturbæjarlauginni.Sjá einnig:Vesturbæjarlaugin besta laug landsins „Ég held að fólk sé oftast nakið,“ segir Hafliði og minnir á að um tvö gufuböð sé að ræða. Annars vegar fyrir karla og hins vegar fyrir konur. Þá er einnig gufubað utandyra þar sem kynin koma saman. Tengdar fréttir Sundferðin kostar 1.084 krónur Þrátt fyrir verulega hækkun á stakri sundferð í Reykjavík er raunkostnaður hverrar sundferðar þó áfram hærri. 22. október 2015 14:05 Kvartað undan rottugangi í Vesturbænum: „Þetta er úti um allt“ Íbúar í Vesturbæ kvarta undan rottugangi í hverfinu. Meindýraeyðir segist sinna útköllum vegna rottugangs nokkrum sinnum í viku. 13. desember 2015 21:30 Vinir Dóra í jólaskapi Vinir Dóra heitir hlaupahópur undir stjórn Halldórs Bergmann sem hefur verið starfræktur í 17 ár. 14. desember 2015 16:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Kynferðisleg áreitni í Vesturbæjarlaug Karlmenn hafa verið áreittir í gufubaði Vesturbæjarlaugar. Forstöðumaður segir engar heimildir vera til að vísa fólki frá ótímabundið. Hvetur fólk til að kæra. 24. nóvember 2015 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
Sú breyting varð samhliða hækkun verðskrár í sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu að aðgengi að gufubaði karla og kvenna, sánu, í Vesturbæjarlauginni og Breiðholtslaug var gert opið öllum. Fram til þess tíma þurfti að greiða sérstaklega fyrir aðgang að gufuböðunum og fékk fólk lykil til að komast í gufuna. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að sú einkennilega staða hafi komið upp eftir að ákveðið var að hækka aðgangseyrin í sundlaugarnar að dýrara var orðið að fara í sund en að fá aðgang að gufubaðinu. Þess utan var sala á kortum í gufuna ekki mikil. Áfram verður átján ára aldurstakmark í gufubaðið að sögn Hafliða.Vesturbæjarlaug er ein af vinsælustu laugum landsins. Nýr og stór pottur hefur vafalítið töluvert um það að segja.Vísir/GVADómur fyrir áreiti í sánunni Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að á síðasta ári hefði fallið dómur þar sem karlmaður fékk 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni í gufubaði karla í Vesturbæjarlauginni. Við það tilefni sagði Hafliði vissulega dæmi þess að undanfarin ár að kvartað hafi verið vegna kynferðislegrar áreitni.Sjá einnig:Hollywood-stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Tengdu sumir gesta Vesturbæjarlaugar nýtt fyrirkomulag í gufubaðinu innandyra við fréttir af áreitni í gufunni. Dómurinn kom ekki sem þruma úr heiðskíru lofti enda lengi verið sögusagnir um að ýmislegt hafi viðgengist í gufubaði karl, annað en að þar sitji karlar og slaki á. Það mun hins vegar ekki vera tilfellið enda nýja fyrirkomulagið aðeins tengt nýlegum verðskrárhækkunum að sögn Hafliða.Eiríkur Örn Norðdahl.Vilja komast naktir í gufuna Athygli vakti í fyrradag þegar tíu manna hópur með Eirík Örn Norðdahl í broddi fylkingar birti opið bréf til bæjaryfirvalda á Ísafirði þar sem farið var fram á hætta væri að krefjast þess að sundlaugagestir klæddust sundfötum í gufubaðinu. Brot úr bréfinu, sem fær eflaust marga lesendur til þess að brosa út í annað, fylgir að neðan.Samkvæmt öllum rannsóknum þar að lútandi er gríðarmikill sóðaskapur fylgjandi skítugum, klórböðuðum sundfötum – sem sjúga í sig bakteríur, safna óhreinindum og fóstra vel, þar til að í hitann er komið og viðbjóðurinn uppleysist og vanhelgar löylyna, vit manna, líkama þeirra og sálir, svo þeir fara krankir og hugsjúkir aftur út í veröldina, en ekki tápgóðir og upplitsdjarfir eins og stefnt var til.Víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi er því lagt blátt bann við því að sundföt séu dregin með inn í helgidóminn. Áhöld eru síðan um það hvort hreinlegra sé að sitja á handklæði – og þá tandurhreinu slíku – eða einfaldlega á rassinum, sem er ekki nærri jafn hættulegur og margir halda, sérstaklega ekki þegar maður kemur beint úr áðurnefndu sturtubaði. Ekki verður tekin afstaða í þeirri deilu hér, eða farið nánar út í þá sálma, heldur látið duga að benda þeim á valmöguleikann sem þola ómögulega tilhugsunina um að skilja eftir sig rassafar á bekknum.Sjö Finnar eru meðal þeirra sem kvitta undir bréfið sem má lesa í heild sinni á vef Bæjarins besta.Sundhöllin á Ísafirði var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni.Fólkið oftar nakið í Vesturbæjarlauginni Aðspurður segir Hafliði engar reglur varðandi það hvort fólki fari nakið eða klætt sundfötum í gufubaðið í Vesturbæjarlauginni.Sjá einnig:Vesturbæjarlaugin besta laug landsins „Ég held að fólk sé oftast nakið,“ segir Hafliði og minnir á að um tvö gufuböð sé að ræða. Annars vegar fyrir karla og hins vegar fyrir konur. Þá er einnig gufubað utandyra þar sem kynin koma saman.
Tengdar fréttir Sundferðin kostar 1.084 krónur Þrátt fyrir verulega hækkun á stakri sundferð í Reykjavík er raunkostnaður hverrar sundferðar þó áfram hærri. 22. október 2015 14:05 Kvartað undan rottugangi í Vesturbænum: „Þetta er úti um allt“ Íbúar í Vesturbæ kvarta undan rottugangi í hverfinu. Meindýraeyðir segist sinna útköllum vegna rottugangs nokkrum sinnum í viku. 13. desember 2015 21:30 Vinir Dóra í jólaskapi Vinir Dóra heitir hlaupahópur undir stjórn Halldórs Bergmann sem hefur verið starfræktur í 17 ár. 14. desember 2015 16:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Kynferðisleg áreitni í Vesturbæjarlaug Karlmenn hafa verið áreittir í gufubaði Vesturbæjarlaugar. Forstöðumaður segir engar heimildir vera til að vísa fólki frá ótímabundið. Hvetur fólk til að kæra. 24. nóvember 2015 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
Sundferðin kostar 1.084 krónur Þrátt fyrir verulega hækkun á stakri sundferð í Reykjavík er raunkostnaður hverrar sundferðar þó áfram hærri. 22. október 2015 14:05
Kvartað undan rottugangi í Vesturbænum: „Þetta er úti um allt“ Íbúar í Vesturbæ kvarta undan rottugangi í hverfinu. Meindýraeyðir segist sinna útköllum vegna rottugangs nokkrum sinnum í viku. 13. desember 2015 21:30
Vinir Dóra í jólaskapi Vinir Dóra heitir hlaupahópur undir stjórn Halldórs Bergmann sem hefur verið starfræktur í 17 ár. 14. desember 2015 16:00
Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56
Kynferðisleg áreitni í Vesturbæjarlaug Karlmenn hafa verið áreittir í gufubaði Vesturbæjarlaugar. Forstöðumaður segir engar heimildir vera til að vísa fólki frá ótímabundið. Hvetur fólk til að kæra. 24. nóvember 2015 07:00