Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2016 23:30 Kaepernick er umhugað um stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. vísir/getty Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn.Athygli vakti að Kaepernick sat á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, var leikinn fyrir æfingaleik San Francisco og Green Bay Packers á föstudagskvöldið. Með þessu athæfi vildi Kaepernick mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum. Og hann ætlar að sitja sem fastast. „Ég verð áfram sitjandi,“ sagði hinn 28 ára gamli Kaepernick í gær. „Ég stend áfram með fólki sem er kúgað. Þetta þarf að breytast,“ bætti leikstjórnandinn við en hann ætlar ekki að standa upp fyrr en hann sér jákvæða breytingu á stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. Kaepernick, sem hefur leikið með San Francisco síðan hann kom inn í NFL-deildina fyrir fimm árum, hefur verið gagnrýndur fyrir athæfi sitt. Sumir ganga svo langt að segja að með því hafi hann sýnt bandaríska hernum óvirðingu. San Francisco og NFL-deildin hafa bæði sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Kaepernick þar sem fram kemur að það sé ekkert sem banni honum að sitja á meðan þjóðsöngurinn er leikinn, þótt það sé mælt með því að fólk standi. Ekki er búist við því að Kaepernick fái refsingu fyrir athæfi sitt. NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn.Athygli vakti að Kaepernick sat á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, var leikinn fyrir æfingaleik San Francisco og Green Bay Packers á föstudagskvöldið. Með þessu athæfi vildi Kaepernick mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum. Og hann ætlar að sitja sem fastast. „Ég verð áfram sitjandi,“ sagði hinn 28 ára gamli Kaepernick í gær. „Ég stend áfram með fólki sem er kúgað. Þetta þarf að breytast,“ bætti leikstjórnandinn við en hann ætlar ekki að standa upp fyrr en hann sér jákvæða breytingu á stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. Kaepernick, sem hefur leikið með San Francisco síðan hann kom inn í NFL-deildina fyrir fimm árum, hefur verið gagnrýndur fyrir athæfi sitt. Sumir ganga svo langt að segja að með því hafi hann sýnt bandaríska hernum óvirðingu. San Francisco og NFL-deildin hafa bæði sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Kaepernick þar sem fram kemur að það sé ekkert sem banni honum að sitja á meðan þjóðsöngurinn er leikinn, þótt það sé mælt með því að fólk standi. Ekki er búist við því að Kaepernick fái refsingu fyrir athæfi sitt.
NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira