Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur Stefán Árni Pálsson skrifar 28. ágúst 2016 09:00 Kaepernick í leik með 49ers. vísir/getty Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn. „Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. „Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“ Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni. NFL Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn. „Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. „Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“ Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni.
NFL Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira