Innflutningsbann á fersku kjöti fer fyrir EFTA-dómstólinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 13:11 Innflutningstakmarkanir eru á innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. vísir/getty Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA en þar segir að innflutningstakmarkanir á Íslandi leiði af sér „ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.“ Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun á ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögu um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. Töldu samtökin að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti gengu gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga. Í tilkynningu frá SVÞ segir að ESA hafi nú komist að sömu niðurstöðu, það er að núgildandi lög sem snúa að innflutningi á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum sé andstæð EES-samningnum. „Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA, í tilkynningu stofnunarinnar en hana má lesa í heild sinni hér að neðan:Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.„Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.Aðalmarkmið reglna um flutning matvöru á EES-svæðinu er að stuðla að og bæta heilbrigðiseftirlit í upprunalandi vöru til að tryggja öryggi manna og dýra en samtímis er eftirlit á viðtökustað minnkað til að auka skilvirkni og auðvelda viðskipti.Þetta gildir því einnig um íslenskar útflutningsvörur sem fluttar eru til EES-ríkja. Þær undigangast eftirlit á Íslandi áður en þær eru fluttar út.„Reglurnar byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja,“ segir Helga Jónsdóttir.Íslensk löggjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir innflutningi á kjötvörum, vörum úr hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þá ber innflytjendum að framvísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjötvörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heimilt er að selja vöruna. Löggjöfinni fylgir umfangsmikið eftirlit og krafa er gerð um að innflytjendur leggi fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar, sem gengur þvert á markmið EES reglanna.Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hafa íslensk stjórnvöld verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA en þar segir að innflutningstakmarkanir á Íslandi leiði af sér „ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.“ Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun á ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögu um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. Töldu samtökin að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti gengu gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga. Í tilkynningu frá SVÞ segir að ESA hafi nú komist að sömu niðurstöðu, það er að núgildandi lög sem snúa að innflutningi á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum sé andstæð EES-samningnum. „Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA, í tilkynningu stofnunarinnar en hana má lesa í heild sinni hér að neðan:Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.„Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.Aðalmarkmið reglna um flutning matvöru á EES-svæðinu er að stuðla að og bæta heilbrigðiseftirlit í upprunalandi vöru til að tryggja öryggi manna og dýra en samtímis er eftirlit á viðtökustað minnkað til að auka skilvirkni og auðvelda viðskipti.Þetta gildir því einnig um íslenskar útflutningsvörur sem fluttar eru til EES-ríkja. Þær undigangast eftirlit á Íslandi áður en þær eru fluttar út.„Reglurnar byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja,“ segir Helga Jónsdóttir.Íslensk löggjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir innflutningi á kjötvörum, vörum úr hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þá ber innflytjendum að framvísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjötvörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heimilt er að selja vöruna. Löggjöfinni fylgir umfangsmikið eftirlit og krafa er gerð um að innflytjendur leggi fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar, sem gengur þvert á markmið EES reglanna.Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hafa íslensk stjórnvöld verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira