Barneignir hafa haft mikil áhrif tónleika Hinemoa Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2016 14:30 Sveitin að gefa út glænýtt lag. Myndir/ A.K.A. Photographer/Sigurður Ástgerisson Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið „Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Lífið Býður Taylor barn Lífið Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Tónlist Halla á Hellisheiði með viðskiptakonum Lífið Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Lífið Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Lífið Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu Lífið Gullið tilboð í Amsterdam Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Aron Can með stóra tónleika erlendis Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar „Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Pétur Jökull er Pj Glaze Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Sjá meira
Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið „Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Lífið Býður Taylor barn Lífið Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Tónlist Halla á Hellisheiði með viðskiptakonum Lífið Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Lífið Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Lífið Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu Lífið Gullið tilboð í Amsterdam Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Aron Can með stóra tónleika erlendis Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar „Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Pétur Jökull er Pj Glaze Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Sjá meira