Er þetta satt eða logið hjá Aroni, Ágústu Evu eða Audda? Stefán Árni Pálsson skrifar 26. desember 2016 14:30 Þessi þættir verða svakalegir. „Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan? Satt eða logið Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Sjá meira
„Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan?
Satt eða logið Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Sjá meira