Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 18:45 Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent