Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 18:45 Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira