Ólíklegt að ný stjórn verði til á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2016 19:10 Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00
Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49
Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32