Innlent

Birgitta tilnefnd sem stjórnmálapersóna ársins hjá Spiegel

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. Vísir/Eyþór
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata hefur verið tilnefnd sem stjórnmálapersóna ársins hjá þýska vefmiðlinum Spiegel Online. Lesendur miðilsins geta valið úr 25 einstaklingum sem taldir eru hafa haft ótvíræð áhrif í stjórnmálum á árinu og er Birgitta þar á meðal.

Á vef Spiegel segir að Birgitta hafi leitt flokk Pírata til 14 prósenta fylgis í þingkosningum á Íslandi og fleytt flokknum í stjórnarmyndunarviðræður.

Þingkonan er valkostur ásamt nokkrum heimsfrægum stjórnmálamönnum sem áhrif hafa haft á heimsbyggðina á liðnu ári, stjórnmálamenn eins og Barack Obama, Vladimír Pútín, Donald Trump, Hillary Clinton og Raul Castro.

Einnig eru persónur tilnefndar sem haft hafa áhrif á stjórnmálin með óhefðbundnari hætti svo sem eins og uppljóstrarinn Edward Snowden og Yau Wai-ching, baráttukona fyrir sjálfstæðri Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×