Brúnegg sæta dagsektum og banni við nýjum hænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 10:04 Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbæ vísir/anton Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll með þeim hætti að allur frekari flutningur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið bætt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mast. Stærstu verslanir landsins hættu að selja Brúnegg fyrir tveimur vikum eftir að fjallað var um framsetningu þeirra á sölu eggja í verslunum þar sem þau voru sögð vistvæn án þess að uppfylla skilyrði þess efnis. Sætti Matvælastofnun sömuleiðis gagnrýni fyrir að hafa ekki upplýst neytendur um að pottur væri brotinn hjá framleiðandanum. Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segir í samtali við fréttastofu að Brúnegg sæti dagsektum í þrjátíu daga að hámarki. Hafi ekki verið brugðist við tilmælum Mast kemur vörslusvipting til greina. Sömuleiðis hafa Brúnegg fimm daga til að bregðast við og komast hjá dagsektum. Gildi ammoníaks yfir leyfilegu hámarki „Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan,“ segir í frétt Mast. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. „Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæðin í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbætur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi.“ Komast hjá dagsektum með viðbrögðum innan fimm daga Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll með þeim hætti að allur frekari flutningur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið bætt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mast. Stærstu verslanir landsins hættu að selja Brúnegg fyrir tveimur vikum eftir að fjallað var um framsetningu þeirra á sölu eggja í verslunum þar sem þau voru sögð vistvæn án þess að uppfylla skilyrði þess efnis. Sætti Matvælastofnun sömuleiðis gagnrýni fyrir að hafa ekki upplýst neytendur um að pottur væri brotinn hjá framleiðandanum. Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segir í samtali við fréttastofu að Brúnegg sæti dagsektum í þrjátíu daga að hámarki. Hafi ekki verið brugðist við tilmælum Mast kemur vörslusvipting til greina. Sömuleiðis hafa Brúnegg fimm daga til að bregðast við og komast hjá dagsektum. Gildi ammoníaks yfir leyfilegu hámarki „Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan,“ segir í frétt Mast. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. „Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæðin í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbætur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi.“ Komast hjá dagsektum með viðbrögðum innan fimm daga Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44
Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent