Brúnegg sæta dagsektum og banni við nýjum hænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 10:04 Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbæ vísir/anton Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll með þeim hætti að allur frekari flutningur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið bætt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mast. Stærstu verslanir landsins hættu að selja Brúnegg fyrir tveimur vikum eftir að fjallað var um framsetningu þeirra á sölu eggja í verslunum þar sem þau voru sögð vistvæn án þess að uppfylla skilyrði þess efnis. Sætti Matvælastofnun sömuleiðis gagnrýni fyrir að hafa ekki upplýst neytendur um að pottur væri brotinn hjá framleiðandanum. Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segir í samtali við fréttastofu að Brúnegg sæti dagsektum í þrjátíu daga að hámarki. Hafi ekki verið brugðist við tilmælum Mast kemur vörslusvipting til greina. Sömuleiðis hafa Brúnegg fimm daga til að bregðast við og komast hjá dagsektum. Gildi ammoníaks yfir leyfilegu hámarki „Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan,“ segir í frétt Mast. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. „Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæðin í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbætur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi.“ Komast hjá dagsektum með viðbrögðum innan fimm daga Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll með þeim hætti að allur frekari flutningur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið bætt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mast. Stærstu verslanir landsins hættu að selja Brúnegg fyrir tveimur vikum eftir að fjallað var um framsetningu þeirra á sölu eggja í verslunum þar sem þau voru sögð vistvæn án þess að uppfylla skilyrði þess efnis. Sætti Matvælastofnun sömuleiðis gagnrýni fyrir að hafa ekki upplýst neytendur um að pottur væri brotinn hjá framleiðandanum. Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segir í samtali við fréttastofu að Brúnegg sæti dagsektum í þrjátíu daga að hámarki. Hafi ekki verið brugðist við tilmælum Mast kemur vörslusvipting til greina. Sömuleiðis hafa Brúnegg fimm daga til að bregðast við og komast hjá dagsektum. Gildi ammoníaks yfir leyfilegu hámarki „Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan,“ segir í frétt Mast. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. „Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæðin í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbætur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi.“ Komast hjá dagsektum með viðbrögðum innan fimm daga Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44
Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33