Innflytjandi á Alþingi segir innflytjendur geta gert gagn í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 21:15 Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar. Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar.
Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira