Innlent

Borgin lokar á bílaumferð í völdum götum á aðventunni

Atli ísleifsson skrifar
Með ákvörðuninni er ætlunin að leyfa gangandi vegfarendum að njóta sín.
Með ákvörðuninni er ætlunin að leyfa gangandi vegfarendum að njóta sín. Vísir/GVA
Borgaryfirvöld munu loka á bílaumferð í völdum götum í miðborginni um helgar á aðventunni. Með þessu er ætlunin að leyfa gangandi vegfarendum að njóta sín.

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að valdar götur verði göngugötur frá klukkan 13 á laugardegi til klukkan 8 á mánudagsmorgni. Á Þorláksmessu og á aðfangadag verði göngugötur opnar frá klukkan 15.

„Göturnar sem helgaðar verða gangandi eru Laugavegur fyrir neðan Barónsstíg, Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis, Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti og Aðalstræti.  Heimilt er að aka þvert yfir Laugaveg af hliðargötum,“ segir í fréttinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.