Innlent

Í beinni: Formenn flokkanna mæta á fund forseta

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hittir forystufólk allra þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi á fundum á Staðastað í dag.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hittir forystufólk allra þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi á fundum á Staðastað í dag. Vísir/Anton Brink
Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi fara á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag.

Forsetinn sendi formönnunum fundarboð í gær í kjölfar þess að ljóst varð að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndu ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður en þau höfðu átt í óformlegum viðræðum í nokkra daga.

Fundirnir fara fram á Staðastað, skrifstofu forseta Íslands, við Sóleyjargötu 1 og mætir formaður Sjálfstæðisflokksins fyrstur klukkan 10. Í kjölfarið fylgja svo fundir með forystufólki annarra flokka en gert er ráð fyrir að hver fundur standi í um hálftíma.

Vísir mun fylgjast með því sem fram fer á Staðastað og greina frá öllu því markverðasta um leið og það gerist hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×