Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Þorgeir Helgason skrifar 3. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fól Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór „Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
„Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira