„Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 09:24 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur Alþýðusamband Íslands segir það skjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda. Segir sambandið að SA vilji þannig í raun banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Þetta kemur fram á vef ASÍ en tilefnið er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að höfða mál gegn Mjólkursamsölunni til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS.Sjá einnig: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðarÍ júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál.Sjá einnig: Sekt MS lækkuð um 440 milljónir „Alþýðusambandið leit brot Mjólkursamsölunnar mjög alvarlegum augum á sínum tíma, sem leiddi m.a. til þess að sambandið ákvað að skipa ekki fulltrúa í verðlagsnefnd mjólkurafurða og krafðist þess að umrædd undanþága mjólkuriðnaðarins gagnvart samkeppnislögum yrði afnumin,“ segir Alþýðusambandið og lýsir yfir stuðningi sínum við málshöfðunarheimild eftirlitsins. Í kjölfarið sendir ASÍ Samtökum atvinnulífsins pillu. „Til þess að verja hagsmuni Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Alþýðusamband Íslands segir það skjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda. Segir sambandið að SA vilji þannig í raun banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Þetta kemur fram á vef ASÍ en tilefnið er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að höfða mál gegn Mjólkursamsölunni til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS.Sjá einnig: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðarÍ júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál.Sjá einnig: Sekt MS lækkuð um 440 milljónir „Alþýðusambandið leit brot Mjólkursamsölunnar mjög alvarlegum augum á sínum tíma, sem leiddi m.a. til þess að sambandið ákvað að skipa ekki fulltrúa í verðlagsnefnd mjólkurafurða og krafðist þess að umrædd undanþága mjólkuriðnaðarins gagnvart samkeppnislögum yrði afnumin,“ segir Alþýðusambandið og lýsir yfir stuðningi sínum við málshöfðunarheimild eftirlitsins. Í kjölfarið sendir ASÍ Samtökum atvinnulífsins pillu. „Til þess að verja hagsmuni Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27
Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels