Birgitta ekki boðað formenn hinna flokkanna formlega til fundar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2016 21:30 Birgitta Jónsdóttir ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum á föstudag eftir að hún fékk umboð til stjórnarmyndunar. vísir/eyþór Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem nú er með umboðið til að mynda nýja ríkisstjórn hefur ekki boðað formenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til formlegs fundar við sig á morgun. Í samtali við Vísi segist Birgitta þó gera ráð fyrir því að hún hitti formenn þessara fjögurra flokka á morgun með það fyrir augum að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og að þá muni liggja fyrir hvaða tímaramma flokkarnir gefi sér í viðræðurnar. Í kjölfarið mun hún upplýsa Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðuna. „Ég ætla bara að heyra í formönnunum á morgun þegar við hittumst öll á fundi í forsætisráðuneytinu vegna komandi þinghalds og sjá hvort að getum ekki fundið tíma á morgun þar sem allir komast. Það er líka þannig að einhverjir af flokkunum þurftu líka smá andrými um helgina til að ræða við sína þingflokka og annað þannig að við komum öll mjög vel nestuð inn í þetta,“ segir Birgitta.Þarf að fara ítarlega yfirríkisfjármálin Birgitta kveðst bjartsýn á að flokkarnir nái saman um að mynda ríkisstjórn. Hún segir að hún telji það mjög brýnt að flokkarnir fari yfir þau mál sem stóðu út af í seinustu stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm og nefnir í því sambandi ríkisfjármálin og kerfisbreytingar, til að mynda í sjávarútvegi. Fyrir liggur að nokkuð langt er á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í þessum tveimur málaflokkum en Birgitta tiltekur að sérstaklega þurfi að fara ítarlega yfir ríkisfjármálin í viðræðunum. „Það voru komnar fram heilmargar tillögur um hvernig hægt sé að brúa einhver bil þannig að hægt sé að hrinda því í framkvæmd sem var lofað. Það eru ýmsar aðrar leiðir en hefðbundnar skattaleiðir og það þarf að leggja þetta allt á borðið, sjá hvar fólk getur náð saman og fá „input“ frá öllum, en ég veit að fólk er búið að sitja yfir ýmsum leiðum,“ segir Birgitta og nefnir gistináttagjaldið sem eina leið sem hægt væri að fara í skattheimtu.Ekki gott að fara of hratt í hlutina „En það er ótímabært að vera með miklar yfirlýsingar út af því að við þurfum fyrst að koma okkur saman um hvað það er best að ræða fyrst, en við teljum þó mikilvægt að ræða fyrst það sem við vorum ekki búin að ná utan um síðast.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að fólkið sem taki þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fái að kynnast dálítið. „Við erum öll í þeirri stöðu að við erum að gera þetta í fyrsta skipti og það hefur ekki verið reynt svona flókið ríkisstjórnarmynstur áður. Þess vegna er mikilvægt að fólk fái tækifæri til þess að tala saman og að það sé ekki verið að þvinga þetta í það hratt ferli að maður nái ekki að skapa þannig ramma utan um þetta að þetta haldi ekki.“ Tengdar fréttir Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna að sögn formanns Samfylkingarinnar. 4. desember 2016 11:53 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem nú er með umboðið til að mynda nýja ríkisstjórn hefur ekki boðað formenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til formlegs fundar við sig á morgun. Í samtali við Vísi segist Birgitta þó gera ráð fyrir því að hún hitti formenn þessara fjögurra flokka á morgun með það fyrir augum að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og að þá muni liggja fyrir hvaða tímaramma flokkarnir gefi sér í viðræðurnar. Í kjölfarið mun hún upplýsa Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðuna. „Ég ætla bara að heyra í formönnunum á morgun þegar við hittumst öll á fundi í forsætisráðuneytinu vegna komandi þinghalds og sjá hvort að getum ekki fundið tíma á morgun þar sem allir komast. Það er líka þannig að einhverjir af flokkunum þurftu líka smá andrými um helgina til að ræða við sína þingflokka og annað þannig að við komum öll mjög vel nestuð inn í þetta,“ segir Birgitta.Þarf að fara ítarlega yfirríkisfjármálin Birgitta kveðst bjartsýn á að flokkarnir nái saman um að mynda ríkisstjórn. Hún segir að hún telji það mjög brýnt að flokkarnir fari yfir þau mál sem stóðu út af í seinustu stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm og nefnir í því sambandi ríkisfjármálin og kerfisbreytingar, til að mynda í sjávarútvegi. Fyrir liggur að nokkuð langt er á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í þessum tveimur málaflokkum en Birgitta tiltekur að sérstaklega þurfi að fara ítarlega yfir ríkisfjármálin í viðræðunum. „Það voru komnar fram heilmargar tillögur um hvernig hægt sé að brúa einhver bil þannig að hægt sé að hrinda því í framkvæmd sem var lofað. Það eru ýmsar aðrar leiðir en hefðbundnar skattaleiðir og það þarf að leggja þetta allt á borðið, sjá hvar fólk getur náð saman og fá „input“ frá öllum, en ég veit að fólk er búið að sitja yfir ýmsum leiðum,“ segir Birgitta og nefnir gistináttagjaldið sem eina leið sem hægt væri að fara í skattheimtu.Ekki gott að fara of hratt í hlutina „En það er ótímabært að vera með miklar yfirlýsingar út af því að við þurfum fyrst að koma okkur saman um hvað það er best að ræða fyrst, en við teljum þó mikilvægt að ræða fyrst það sem við vorum ekki búin að ná utan um síðast.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að fólkið sem taki þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fái að kynnast dálítið. „Við erum öll í þeirri stöðu að við erum að gera þetta í fyrsta skipti og það hefur ekki verið reynt svona flókið ríkisstjórnarmynstur áður. Þess vegna er mikilvægt að fólk fái tækifæri til þess að tala saman og að það sé ekki verið að þvinga þetta í það hratt ferli að maður nái ekki að skapa þannig ramma utan um þetta að þetta haldi ekki.“
Tengdar fréttir Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna að sögn formanns Samfylkingarinnar. 4. desember 2016 11:53 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna að sögn formanns Samfylkingarinnar. 4. desember 2016 11:53
Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54