VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2016 19:00 Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira