VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2016 19:00 Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira