Katrín búin að ræða við forsetann sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 09:01 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, upplýsti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðu mála í gærkvöldi. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar hefjast klukkan 13 í dag. Katrín segist gera ráð fyrir að viðræðurnar muni taka nokkra daga, og að lögð hafi verið áhersla á það í símtali hennar við forsetann að unnið verði hratt en vel. „Ég held honum upplýstum og auðvitað áttum við okkur á því að það er ekki endalaus tími [...]Það skiptir máli að vinna hratt en það má heldur ekki gleyma því að vinna vel. Þett aer eitthvað sem maður metur eftir því sem verkefnum vindur fram,“ sagði Katrín í Bítinu í morgun. Hún tók fram að staðan í pólitíkinni nú sé allt önnur en áður hafi verið. „Flokkarnir liggja á miklu stærra svæði á hinu pólitíska litrófi en við höfum séð á undanförnum árum við stjórnarmyndun og það þýðir auðvitað að það fá ekki allir sínu fram.“ Aðspurð segir hún ýmislegt sameina þessa fimm flokka, til dæmis umhverfis-, heilbrigðis- og menntamálin. „Svo heyrir maður það líka frá mörgum að það er mikill áhugi á að breyta vinnubrögðum á Alþingi og það er óskandi að það takist,“ segir hún. „Það eru ýmsar hugmyndir sem við höfum verið að ræða, lengur en fyrir þessar kosningar, og það lýtur að því hvernig við reynum að vinna meira í sátt á Alþingi þannig að vægi minnihlutans verði meira á hverjum tíma.“Viðtalið við Katrínu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35 Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, upplýsti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðu mála í gærkvöldi. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar hefjast klukkan 13 í dag. Katrín segist gera ráð fyrir að viðræðurnar muni taka nokkra daga, og að lögð hafi verið áhersla á það í símtali hennar við forsetann að unnið verði hratt en vel. „Ég held honum upplýstum og auðvitað áttum við okkur á því að það er ekki endalaus tími [...]Það skiptir máli að vinna hratt en það má heldur ekki gleyma því að vinna vel. Þett aer eitthvað sem maður metur eftir því sem verkefnum vindur fram,“ sagði Katrín í Bítinu í morgun. Hún tók fram að staðan í pólitíkinni nú sé allt önnur en áður hafi verið. „Flokkarnir liggja á miklu stærra svæði á hinu pólitíska litrófi en við höfum séð á undanförnum árum við stjórnarmyndun og það þýðir auðvitað að það fá ekki allir sínu fram.“ Aðspurð segir hún ýmislegt sameina þessa fimm flokka, til dæmis umhverfis-, heilbrigðis- og menntamálin. „Svo heyrir maður það líka frá mörgum að það er mikill áhugi á að breyta vinnubrögðum á Alþingi og það er óskandi að það takist,“ segir hún. „Það eru ýmsar hugmyndir sem við höfum verið að ræða, lengur en fyrir þessar kosningar, og það lýtur að því hvernig við reynum að vinna meira í sátt á Alþingi þannig að vægi minnihlutans verði meira á hverjum tíma.“Viðtalið við Katrínu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35 Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35
Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00