Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Höskuldur Kári Schram skrifar 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira