Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Höskuldur Kári Schram skrifar 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira