Katrín upplýsti forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 14:12 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi í dag við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata. Formenn flokkanna fimm funduðu í morgun og munu funda aftur klukkan 16 í dag. Aðspurð hvort að Katrín sjái fyrir sér að eftir þann fund muni liggja fyrir hvort henni takist að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki segir hún: „Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.“ Katrín segir að málin skýrist fyrir helgina og að formennirnir séu að taka á stóru málunum í dag en ítrekar að hún geti ekki sagt til um hvort að þeim takist að klára viðræðurnar í dag. Á meðal stóru málanna eru skattamálin, sjávarútvegurinn og stjórnarskráin en yfirlýsingar Katrínar um þrengri stöðu ríkissjóðs en áður var talið og hátekjuskatt hafa vakið nokkra athygli í gær og í dag, en undir orð hennar um þrengri stöðu ríkissjóðs hafa meðal annars þeir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, og Benedikt Jóhannesson, tekið. „Það eru allir flokkar hérna búnir að lofa miklum útgjöldum og fólk verður að sýna fram á hvernig það vill ná þeim fram. Það er nú ekki eins og stefna okkar VG í skattamálum hingað til hafi verið leyndarmál og það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvar leiðir flokkanna liggja saman í því,“ segir Katrín og bendir á að skattamálin verði ekki slitin úr samhengi við verkefnin í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra. Tengdar fréttir „Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi í dag við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata. Formenn flokkanna fimm funduðu í morgun og munu funda aftur klukkan 16 í dag. Aðspurð hvort að Katrín sjái fyrir sér að eftir þann fund muni liggja fyrir hvort henni takist að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki segir hún: „Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.“ Katrín segir að málin skýrist fyrir helgina og að formennirnir séu að taka á stóru málunum í dag en ítrekar að hún geti ekki sagt til um hvort að þeim takist að klára viðræðurnar í dag. Á meðal stóru málanna eru skattamálin, sjávarútvegurinn og stjórnarskráin en yfirlýsingar Katrínar um þrengri stöðu ríkissjóðs en áður var talið og hátekjuskatt hafa vakið nokkra athygli í gær og í dag, en undir orð hennar um þrengri stöðu ríkissjóðs hafa meðal annars þeir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, og Benedikt Jóhannesson, tekið. „Það eru allir flokkar hérna búnir að lofa miklum útgjöldum og fólk verður að sýna fram á hvernig það vill ná þeim fram. Það er nú ekki eins og stefna okkar VG í skattamálum hingað til hafi verið leyndarmál og það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvar leiðir flokkanna liggja saman í því,“ segir Katrín og bendir á að skattamálin verði ekki slitin úr samhengi við verkefnin í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra.
Tengdar fréttir „Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
„Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01