Katrín upplýsti forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 14:12 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi í dag við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata. Formenn flokkanna fimm funduðu í morgun og munu funda aftur klukkan 16 í dag. Aðspurð hvort að Katrín sjái fyrir sér að eftir þann fund muni liggja fyrir hvort henni takist að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki segir hún: „Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.“ Katrín segir að málin skýrist fyrir helgina og að formennirnir séu að taka á stóru málunum í dag en ítrekar að hún geti ekki sagt til um hvort að þeim takist að klára viðræðurnar í dag. Á meðal stóru málanna eru skattamálin, sjávarútvegurinn og stjórnarskráin en yfirlýsingar Katrínar um þrengri stöðu ríkissjóðs en áður var talið og hátekjuskatt hafa vakið nokkra athygli í gær og í dag, en undir orð hennar um þrengri stöðu ríkissjóðs hafa meðal annars þeir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, og Benedikt Jóhannesson, tekið. „Það eru allir flokkar hérna búnir að lofa miklum útgjöldum og fólk verður að sýna fram á hvernig það vill ná þeim fram. Það er nú ekki eins og stefna okkar VG í skattamálum hingað til hafi verið leyndarmál og það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvar leiðir flokkanna liggja saman í því,“ segir Katrín og bendir á að skattamálin verði ekki slitin úr samhengi við verkefnin í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra. Tengdar fréttir „Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi í dag við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata. Formenn flokkanna fimm funduðu í morgun og munu funda aftur klukkan 16 í dag. Aðspurð hvort að Katrín sjái fyrir sér að eftir þann fund muni liggja fyrir hvort henni takist að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki segir hún: „Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.“ Katrín segir að málin skýrist fyrir helgina og að formennirnir séu að taka á stóru málunum í dag en ítrekar að hún geti ekki sagt til um hvort að þeim takist að klára viðræðurnar í dag. Á meðal stóru málanna eru skattamálin, sjávarútvegurinn og stjórnarskráin en yfirlýsingar Katrínar um þrengri stöðu ríkissjóðs en áður var talið og hátekjuskatt hafa vakið nokkra athygli í gær og í dag, en undir orð hennar um þrengri stöðu ríkissjóðs hafa meðal annars þeir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, og Benedikt Jóhannesson, tekið. „Það eru allir flokkar hérna búnir að lofa miklum útgjöldum og fólk verður að sýna fram á hvernig það vill ná þeim fram. Það er nú ekki eins og stefna okkar VG í skattamálum hingað til hafi verið leyndarmál og það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvar leiðir flokkanna liggja saman í því,“ segir Katrín og bendir á að skattamálin verði ekki slitin úr samhengi við verkefnin í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra.
Tengdar fréttir „Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01