Borðar verkjatöflur í öll mál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 20:00 Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að tíu prósent kvenna séu með. Helstu einkenni eru mikill sársauki við blæðingar og kynlíf, þarmavandamál, síþreyta og ófrjósemi. Vegna biðlista á kvennadeild Landspítalans eru um sextíu konur sem bíða aðgerðar til að fá greiningu á sjúkdómnum eða verkjameðferðar. Ragnheiður Árnadóttir, sérfræðilæknir kvennadeildarinnar segir biðina erfiða. Verkir geti verið miklir og hætta sé á að konurnar detti út af vinnumarkaði. „Andlega hliðin er oft erfið og mikið álag á þessar konur og aðstandendur. Einhver hluti er að fást við ófrjósemi og þessi bið hefur áhrif á það,“ segir Ragnheiður. Ásdís Sif Þórarinsdóttir hefur beðið í ár eftir að fá staðfesta greiningu og í hálft ár eftir aðgerð til að lina verki. „Ég er búin að vera mikið verkjuð. Sumarið fór í að borða verkjatöflur, alla morgna byrjaði ég á verkjaskammti, bætti við í hádeginu og tók annan til að geta sofnað. Það sást ekki mikið í sól í sumar," segir Ásdís. „Ég reyndi að vinna en það gekk illa. Sem betur fer er ég núna í þannig námi að ég get verið heima að læra. Og ég er mikið uppi í rúmi í verkjakasti," segir hún. Síðasta árið hefur Ásdís verið að kljást við kvíða og þunglyndi enda taka verkirnir á andlegu hliðina, sérstaklega þegar engin greining liggur að baki. „Ég hef oft þurft að beila á vikonum mínum og hringja í vinnuna og þykjast vera veik, en ég var ekki veik heldur með verki. Mér líður oft eins og aumingja." Ásdís segir það breyta miklu að fá greiningu á hreint og komast sem fyrst í aðgerð svo hún geti haldið áfram með lífið, sætt sig við sjúkdóminn og leitað leiða til að takast á við hann. En hún veit ekki hvenær röðin kemur að henni. „Ég hef heyrt af einni sem er búin að bíða lengur en ég. Hún fer í fyrsta lagi í janúar. Ég fer þá aldrei fyrr en í febrúar eða mars. Það er erfitt að hugsa um það að eyða jólunum í verkjakasti," segir Ásdís. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að tíu prósent kvenna séu með. Helstu einkenni eru mikill sársauki við blæðingar og kynlíf, þarmavandamál, síþreyta og ófrjósemi. Vegna biðlista á kvennadeild Landspítalans eru um sextíu konur sem bíða aðgerðar til að fá greiningu á sjúkdómnum eða verkjameðferðar. Ragnheiður Árnadóttir, sérfræðilæknir kvennadeildarinnar segir biðina erfiða. Verkir geti verið miklir og hætta sé á að konurnar detti út af vinnumarkaði. „Andlega hliðin er oft erfið og mikið álag á þessar konur og aðstandendur. Einhver hluti er að fást við ófrjósemi og þessi bið hefur áhrif á það,“ segir Ragnheiður. Ásdís Sif Þórarinsdóttir hefur beðið í ár eftir að fá staðfesta greiningu og í hálft ár eftir aðgerð til að lina verki. „Ég er búin að vera mikið verkjuð. Sumarið fór í að borða verkjatöflur, alla morgna byrjaði ég á verkjaskammti, bætti við í hádeginu og tók annan til að geta sofnað. Það sást ekki mikið í sól í sumar," segir Ásdís. „Ég reyndi að vinna en það gekk illa. Sem betur fer er ég núna í þannig námi að ég get verið heima að læra. Og ég er mikið uppi í rúmi í verkjakasti," segir hún. Síðasta árið hefur Ásdís verið að kljást við kvíða og þunglyndi enda taka verkirnir á andlegu hliðina, sérstaklega þegar engin greining liggur að baki. „Ég hef oft þurft að beila á vikonum mínum og hringja í vinnuna og þykjast vera veik, en ég var ekki veik heldur með verki. Mér líður oft eins og aumingja." Ásdís segir það breyta miklu að fá greiningu á hreint og komast sem fyrst í aðgerð svo hún geti haldið áfram með lífið, sætt sig við sjúkdóminn og leitað leiða til að takast á við hann. En hún veit ekki hvenær röðin kemur að henni. „Ég hef heyrt af einni sem er búin að bíða lengur en ég. Hún fer í fyrsta lagi í janúar. Ég fer þá aldrei fyrr en í febrúar eða mars. Það er erfitt að hugsa um það að eyða jólunum í verkjakasti," segir Ásdís.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira