Innlent

Samstaða í Eyjafirði um að hunsa kjararáð

Sveinn Arnarsson skrifar
Pollurinn á Akureyri
Pollurinn á Akureyri vísir/pjetur
Öll sveitarfélög á í Eyjafirði utan Eyjafjarðarsveitar hafa ákveðið að hækka ekki laun kjörinna fulltrúa eftir hækkun kjararáðs á þingfararkaupi. Í flestum sveitarfélögum eru laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hlutfall af þingfararkaupi.

Eyjafjarðarsveit hefur eitt sveitarfélaga ekki tekið ákvörðun um málið. Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri segir málið einfaldlega ekki hafa verið tekið á dagskrá vegna anna við önnur verkefni en segir það eðlilega verða rætt innan stofnana bæjarins á næstunni.

Flest sveitarfélög gagnrýna hækkun kjararáðs á þingfararkaupi um 44 prósent. Í bókun Svalbarðsstrandarhrepps segir að úrskurður kjararáðs sé óheppilegur sem viðmið varðandi launahækkanir og samþykkti að halda launum óbreyttum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×