Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:15 Kísilmálmverksmiðjan var gangsett fyrir rúmum tveimur vikum og hafa íbúar kvartað yfir reykmengun síðan þá. Mynd/reykjanesbær Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.” Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.”
Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51
Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30
Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45