Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:15 Kísilmálmverksmiðjan var gangsett fyrir rúmum tveimur vikum og hafa íbúar kvartað yfir reykmengun síðan þá. Mynd/reykjanesbær Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.” Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.”
Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51
Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30
Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45