Tónlist

Flóttamenn í fyrirrúmi í nýju textamyndbandi OMAM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið er afar áhrifaríkt.
Myndbandið er afar áhrifaríkt.
Íslenska ofursveitin Of Monsters and Men frumsýndir í dag nýtt textamyndband við lagið We Sink og var það frumsýnd á vefsíðu Huffington Post.

Myndbandið er tileinkað þeim gríðarlega flóttamannavanda sem heimurinn stendur frammi fyrir. Milljónir manna leita í dag að nýju heimili á nýjum stað.

Meðlimir OMAM höfðu samband við Rauða Krossinn á Íslandi og komust í samband við flóttamenn sem búsettir eru hér á landi. Aðeins þeir koma fram í myndbandinu við þetta frábæra lag. 

Hér má sjá textamyndbandið við lagið We Sink. Myndbandið er unnið af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan. En neðst í fréttinni má mynd sem Tjarnargatan birtir á Instagram en myndin eru úr tökunum á myndbandinu. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.