Fjögur núll sigrar hjá Spánverjum og Ítölum | Ísraelar unnu fáliðaða Albani Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2016 22:00 Spánverjar eru á toppi G-riðils með markatöluna 15-1. Vísir/Epa Spánverjar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Makedóníu að velli í undankeppni HM 2018 í kvöld. Lokatölur 4-0, spænska liðinu í vil. Spánn er búið að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í G-riðli og gera eitt jafntefli. Markatalan er 15-1. Vitolo, Nacho Monreal og Artiz Aduriz skoruðu mörk Spánverja í leiknum í kvöld auk þess sem Darko Velkovski, leikmaður Makedóníu, skoraði sjálfsmark. Spánverjar eru með tíu stig á toppi G-riðils líkt og Ítalir sem unnu einnig 4-0 sigur á Liechtenstein á útivelli. Öll fjögur mörk ítalska liðsins komu í fyrri hálfleik. Andrea Belotti, leikmaður Torino, skoraði tvö þeirra og þeir Ciro Immobile og Antonio Candreva sitt markið hvor. Ísrael hefur einnig farið vel af stað í G-riðli en ísraelska liðið vann 0-3 sigur á því albanska í kvöld. Ísraelar fengu tvær vítaspyrnur í leiknum og í bæði skiptin var leikmaður Albaníu rekinn af velli. Eran Zahavi kom Ísrael yfir með marki úr vítaspyrnu á 18. mínútu eftir að Berat Djimsiti gerðist brotlegur innan vítateigs. Zahavi fór aftur á punktinn á 58. mínútu en Alban Hoxha varði frá honum. Hoxha var nýkominn inn á eftir að Etrit Berisha lét reka sig út af. Níu leikmenn Albana áttu ekki mikla möguleika og Dan Einbinder og Eliran Atar bættu við mörkum áður en yfir lauk. Ísrael er með níu stig í 3. sæti riðilsins, þremur stigum á undan Albaníu sem er í því fjórða. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Spánverjar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Makedóníu að velli í undankeppni HM 2018 í kvöld. Lokatölur 4-0, spænska liðinu í vil. Spánn er búið að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í G-riðli og gera eitt jafntefli. Markatalan er 15-1. Vitolo, Nacho Monreal og Artiz Aduriz skoruðu mörk Spánverja í leiknum í kvöld auk þess sem Darko Velkovski, leikmaður Makedóníu, skoraði sjálfsmark. Spánverjar eru með tíu stig á toppi G-riðils líkt og Ítalir sem unnu einnig 4-0 sigur á Liechtenstein á útivelli. Öll fjögur mörk ítalska liðsins komu í fyrri hálfleik. Andrea Belotti, leikmaður Torino, skoraði tvö þeirra og þeir Ciro Immobile og Antonio Candreva sitt markið hvor. Ísrael hefur einnig farið vel af stað í G-riðli en ísraelska liðið vann 0-3 sigur á því albanska í kvöld. Ísraelar fengu tvær vítaspyrnur í leiknum og í bæði skiptin var leikmaður Albaníu rekinn af velli. Eran Zahavi kom Ísrael yfir með marki úr vítaspyrnu á 18. mínútu eftir að Berat Djimsiti gerðist brotlegur innan vítateigs. Zahavi fór aftur á punktinn á 58. mínútu en Alban Hoxha varði frá honum. Hoxha var nýkominn inn á eftir að Etrit Berisha lét reka sig út af. Níu leikmenn Albana áttu ekki mikla möguleika og Dan Einbinder og Eliran Atar bættu við mörkum áður en yfir lauk. Ísrael er með níu stig í 3. sæti riðilsins, þremur stigum á undan Albaníu sem er í því fjórða.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira