Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 21:42 Skjáskot úr þættinum í kvöld. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira