Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 21:42 Skjáskot úr þættinum í kvöld. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira