Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 20:21 Guðmundur Kristjánsson í Brim og Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. Vísir „Við tökum ekkert mark á Guðmundi,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, um ummæli Guðmundar Kristjánsson í Brim í kvöldfréttum Sjónvarpsins en þar sagði hann verkfall sjómanna vera það arfavitlausasta sem hann hefur orðið vitni að. Guðmundur sagði aðalkröfurnar í kjaradeilum sjómanna og útgerðarmanna hafa varðað verðlagningu á fiski en hann sagðist hafa skilið það svo að sú deila hefði verið leyst fyrir verkfall. Síðan hafi komið upp krafa um að fella niður nýsmíðagjald á sjómenn, sem var umdeilt meðal útgerðarmanna, en að lokum var samþykkt að fella það niður.„Ekki hægt að samþykkja svoleiðis vitleysu“ Guðmundur sagði að skömmu fyrir verkfall hafi komið fram krafa um hversu margir eigi að vera í áhöfn á uppsjávarskipum. „Það er alveg af og frá að sjómannaforystan geti ráðið því hvernig skip eru mönnuð og komið með þá kröfu til dæmis að kokkur á uppsjávarskipi sem er að elda fyrir 7 - 8 karla eigi bara að vera í eldhúsinu allan sólarhringinn. Það er ekki hægt að samþykkja svoleiðis vitleysu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Var haft eftir Valmundi Valmundssyni í kvöldfréttum Sjónvarpsins að með fámennri áhöfn sé meiri hætta á að reglur um hvíldartíma séu brotnar en Guðmundur í Brim sagði skipstjórann bera ábyrgð á því að hvíldartíminn sé virtur og hann sé bundinn í lög. „Hvaða skip er Valmundur að tala um, hann getur ekki verið ábyrgðarlaus núna. Hann er að senda mörg þúsund manns í verkfall. Þetta er milljarða tjón fyrir samfélagið og hann verður að koma og segja nákvæmlega hvaða skip þetta eru og við verðum þá að grípa inn í með honum og laga þetta,“ sagði Guðmundur.Taka ekki mark á Guðmundi Vísir bar þessi ummæli Guðmundar undir Valmund sem svaraði á móti að sjómenn taki ekkert mark á Guðmundi. „Hann er bara persona non grata í okkar augum,“ segir Valmundur og á þar við að Guðmundur sé með öllu ómarktækur að þeirra mati. „Hann skiptir engu máli. Það er bara þannig að það skipta allir félagsmenn í okkar samtökum jafn miklu máli. Í hans samtökum er farið eftir hvað menn borga mikið og hvað þeir eiga mikinn kvóta, við bara vinnum ekki þannig. Ef við teljum að það sé brotið á rétti einhvers í okkar samtökum þá berjumst við fyrir hann, og það á við um alla okkar félagsmenn. Ef þeir væru með sín samtök þannig uppbyggð, útgerðarmenn, þá værum við ekkert í verkfalli núna,“ segir Valmundur. Þessi ummæli Guðmundar rista því grunnt að mati Valmundar. „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara út á sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir,“ segir Valmundur.Bjartsýni fyrir sáttafund á morgun Guðmundur sagði þetta verkfall vera milljarða tjón fyrir samfélagið en Valmundur tekur ekki undir þau orð. „Ekki ennþá allavega. Það kostar ef menn vilja ekki tala við okkur, það kostar fyrir þá og kostar fyrir okkur.“Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um fyrirhugaðan sáttafund á morgun. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Við tökum ekkert mark á Guðmundi,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, um ummæli Guðmundar Kristjánsson í Brim í kvöldfréttum Sjónvarpsins en þar sagði hann verkfall sjómanna vera það arfavitlausasta sem hann hefur orðið vitni að. Guðmundur sagði aðalkröfurnar í kjaradeilum sjómanna og útgerðarmanna hafa varðað verðlagningu á fiski en hann sagðist hafa skilið það svo að sú deila hefði verið leyst fyrir verkfall. Síðan hafi komið upp krafa um að fella niður nýsmíðagjald á sjómenn, sem var umdeilt meðal útgerðarmanna, en að lokum var samþykkt að fella það niður.„Ekki hægt að samþykkja svoleiðis vitleysu“ Guðmundur sagði að skömmu fyrir verkfall hafi komið fram krafa um hversu margir eigi að vera í áhöfn á uppsjávarskipum. „Það er alveg af og frá að sjómannaforystan geti ráðið því hvernig skip eru mönnuð og komið með þá kröfu til dæmis að kokkur á uppsjávarskipi sem er að elda fyrir 7 - 8 karla eigi bara að vera í eldhúsinu allan sólarhringinn. Það er ekki hægt að samþykkja svoleiðis vitleysu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Var haft eftir Valmundi Valmundssyni í kvöldfréttum Sjónvarpsins að með fámennri áhöfn sé meiri hætta á að reglur um hvíldartíma séu brotnar en Guðmundur í Brim sagði skipstjórann bera ábyrgð á því að hvíldartíminn sé virtur og hann sé bundinn í lög. „Hvaða skip er Valmundur að tala um, hann getur ekki verið ábyrgðarlaus núna. Hann er að senda mörg þúsund manns í verkfall. Þetta er milljarða tjón fyrir samfélagið og hann verður að koma og segja nákvæmlega hvaða skip þetta eru og við verðum þá að grípa inn í með honum og laga þetta,“ sagði Guðmundur.Taka ekki mark á Guðmundi Vísir bar þessi ummæli Guðmundar undir Valmund sem svaraði á móti að sjómenn taki ekkert mark á Guðmundi. „Hann er bara persona non grata í okkar augum,“ segir Valmundur og á þar við að Guðmundur sé með öllu ómarktækur að þeirra mati. „Hann skiptir engu máli. Það er bara þannig að það skipta allir félagsmenn í okkar samtökum jafn miklu máli. Í hans samtökum er farið eftir hvað menn borga mikið og hvað þeir eiga mikinn kvóta, við bara vinnum ekki þannig. Ef við teljum að það sé brotið á rétti einhvers í okkar samtökum þá berjumst við fyrir hann, og það á við um alla okkar félagsmenn. Ef þeir væru með sín samtök þannig uppbyggð, útgerðarmenn, þá værum við ekkert í verkfalli núna,“ segir Valmundur. Þessi ummæli Guðmundar rista því grunnt að mati Valmundar. „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara út á sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir,“ segir Valmundur.Bjartsýni fyrir sáttafund á morgun Guðmundur sagði þetta verkfall vera milljarða tjón fyrir samfélagið en Valmundur tekur ekki undir þau orð. „Ekki ennþá allavega. Það kostar ef menn vilja ekki tala við okkur, það kostar fyrir þá og kostar fyrir okkur.“Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um fyrirhugaðan sáttafund á morgun.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51
Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45