„Höfum ekki langan tíma" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2016 18:15 Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls. Hann segir hljóðið í grunnskólakennurum mjög þungt.Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd kennara og sveitarfélaganna til fundar á morgun. Kennarar hafa tvistar fellt kjarasamninga sína á þessu ári og hafa verið samningslausir frá því í júní. Frá því að seinni kjarasamningurinn var felldur í byrjun september hefur Félag grunnskólakennara og Samband Íslenskra sveitarfélaga setið á fundum þar sem reynt hefur verið að koma á sáttum í kjaradeilunni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á mánudag og Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara sem hefur boðað deiluaðila til fundar á morgun. Eftir að síðasti kjarasamningur var felldur fór samninganefnd Félags grunnskólakennara til fundar við kennara víðs vegar um landið það sem kröfum kennara voru gerð betri skil. „Það er ljóst að það þarf að bæta við launaliðinn og bæta ákveðna hluti sem snúa að vinnutímanum okkar. Það er það sem við höfum verið að ræða við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í dag. Ólafur segir að deiluaðilar séu nokkuð sammála um efnisatriðin í kjaraviðræðunum en spurningin sé alltaf um leiðir til þess að ná endum saman og þar hafi viðræðurnar við sveitarfélögin strandað í síðustu viku. „Við höfum átt ágætis samtal og ég hef enga ástæðu til að ætla en að við tökum það upp svo hjá sáttasemjara en það vantar svolítið uppá þarna á milli,“ segir Ólafur Ólafur segir einnig að mikill hiti sé í félagsmönnum eftir að kjararáð hækkaði laun þingmanna ríflega á kjördag í lok október og svona lýsir hann stöðunni innan stéttarinnar. „Vonbrigði. Þreyta. Búin að fá nóg af stöðunni. Við erum að fara í gegnum þetta aftur á ekkert svo löngum tíma þannig að ég held að það sé ástæða til þess að hafa verulega áhyggjur af stöðunni. Við sjáum það í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er farið að hugsa um að segja upp,“ segir ÓlafurHvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma hjá Ríkissáttasemjara áður en þið boðið til verkfalls„Ja, þú sagðir verkfall. Ég hef áhyggjur af því ef að við þurfum að fara að svo langt að við þurfum að fara hugleiða verkfallsaðgerðir að það muni vera ígildi þess fyrir mjög marga hjá okkur að segja upp frekar. Ég heyri það. En tíma ramminn er mjög stuttur. Ef við ætlum að ná þessu saman án þess að valda verulegum skaða fyrir kennarasamfélagið þá erum við að tala um ekki langan tíma,“ segir Ólafur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls. Hann segir hljóðið í grunnskólakennurum mjög þungt.Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd kennara og sveitarfélaganna til fundar á morgun. Kennarar hafa tvistar fellt kjarasamninga sína á þessu ári og hafa verið samningslausir frá því í júní. Frá því að seinni kjarasamningurinn var felldur í byrjun september hefur Félag grunnskólakennara og Samband Íslenskra sveitarfélaga setið á fundum þar sem reynt hefur verið að koma á sáttum í kjaradeilunni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á mánudag og Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara sem hefur boðað deiluaðila til fundar á morgun. Eftir að síðasti kjarasamningur var felldur fór samninganefnd Félags grunnskólakennara til fundar við kennara víðs vegar um landið það sem kröfum kennara voru gerð betri skil. „Það er ljóst að það þarf að bæta við launaliðinn og bæta ákveðna hluti sem snúa að vinnutímanum okkar. Það er það sem við höfum verið að ræða við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í dag. Ólafur segir að deiluaðilar séu nokkuð sammála um efnisatriðin í kjaraviðræðunum en spurningin sé alltaf um leiðir til þess að ná endum saman og þar hafi viðræðurnar við sveitarfélögin strandað í síðustu viku. „Við höfum átt ágætis samtal og ég hef enga ástæðu til að ætla en að við tökum það upp svo hjá sáttasemjara en það vantar svolítið uppá þarna á milli,“ segir Ólafur Ólafur segir einnig að mikill hiti sé í félagsmönnum eftir að kjararáð hækkaði laun þingmanna ríflega á kjördag í lok október og svona lýsir hann stöðunni innan stéttarinnar. „Vonbrigði. Þreyta. Búin að fá nóg af stöðunni. Við erum að fara í gegnum þetta aftur á ekkert svo löngum tíma þannig að ég held að það sé ástæða til þess að hafa verulega áhyggjur af stöðunni. Við sjáum það í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er farið að hugsa um að segja upp,“ segir ÓlafurHvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma hjá Ríkissáttasemjara áður en þið boðið til verkfalls„Ja, þú sagðir verkfall. Ég hef áhyggjur af því ef að við þurfum að fara að svo langt að við þurfum að fara hugleiða verkfallsaðgerðir að það muni vera ígildi þess fyrir mjög marga hjá okkur að segja upp frekar. Ég heyri það. En tíma ramminn er mjög stuttur. Ef við ætlum að ná þessu saman án þess að valda verulegum skaða fyrir kennarasamfélagið þá erum við að tala um ekki langan tíma,“ segir Ólafur
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent