Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 07:37 Frá undirrituninni í nótt. Vísir/Jóhann Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands skrifuðu í nótt undir nýja kjarasamninga. Samningarnir eru til næstu tveggja ára. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Hluti skipaflotans mun því halda aftur til veiða á næstu dögum. Viðræðum verður haldið áfram í dag. „Þrátt fyrir að sjómenn hafi slitið formlegum samningaviðræðum á fimmtudag og verkfall skollið á hið sama kvöld, var ljóst að ekki bar mikið í milli aðila. Óformlegum viðræðum var því fram haldið til að reyna að þoka málum áfram og leysa þá hnúta sem urðu þess valdandi að til verkfalls kom. Sú vinna og góður vilji allra hlutaðeigandi hafa því skilað kjarasamningi sem bæði útgerð og sjómenn geta vel við unað,“ segir í tilkynningu frá SFS. Þá segir að aðilar hafi náð saman um fiskverðsmál sem deilt hafi verið um í mörg ár. „Sú meginregla hefur verið sett, að í viðskiptum á milli skyldra aðila, þ.e. útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, skuli fiskverð að jafnaði taka mið af 80% af markaðsverði á fiskmarkaði. Að því er viðskipti með uppsjávarfisk varðar, hefur gagnsæi verið aukið, samskipti útgerða og áhafna vegna fiskverðssamninga verið styrkt og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila verið formfest.“ Einnig var samið um hækkun kauptryggingar og í þriðja lagið var samið um aukinn orlofsrétt. Þá hafi þar að auki verið samið um 130 prósent aukningu á styrkjum til kaupa á hlífðarfötum og að fram skyldi fara óháð úttekt á öryggi og hvíldartíma sjómanna. Varðandi svokallað nýsmíðaákvæði, sem snýr að því að sjómenn taki þátt í kaupum nýrra skipa, verður það tímabundið frá 1. desember 2023. Sjómenn eiga þó eftir að samþykkja samninginn. Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01 Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands skrifuðu í nótt undir nýja kjarasamninga. Samningarnir eru til næstu tveggja ára. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Hluti skipaflotans mun því halda aftur til veiða á næstu dögum. Viðræðum verður haldið áfram í dag. „Þrátt fyrir að sjómenn hafi slitið formlegum samningaviðræðum á fimmtudag og verkfall skollið á hið sama kvöld, var ljóst að ekki bar mikið í milli aðila. Óformlegum viðræðum var því fram haldið til að reyna að þoka málum áfram og leysa þá hnúta sem urðu þess valdandi að til verkfalls kom. Sú vinna og góður vilji allra hlutaðeigandi hafa því skilað kjarasamningi sem bæði útgerð og sjómenn geta vel við unað,“ segir í tilkynningu frá SFS. Þá segir að aðilar hafi náð saman um fiskverðsmál sem deilt hafi verið um í mörg ár. „Sú meginregla hefur verið sett, að í viðskiptum á milli skyldra aðila, þ.e. útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, skuli fiskverð að jafnaði taka mið af 80% af markaðsverði á fiskmarkaði. Að því er viðskipti með uppsjávarfisk varðar, hefur gagnsæi verið aukið, samskipti útgerða og áhafna vegna fiskverðssamninga verið styrkt og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila verið formfest.“ Einnig var samið um hækkun kauptryggingar og í þriðja lagið var samið um aukinn orlofsrétt. Þá hafi þar að auki verið samið um 130 prósent aukningu á styrkjum til kaupa á hlífðarfötum og að fram skyldi fara óháð úttekt á öryggi og hvíldartíma sjómanna. Varðandi svokallað nýsmíðaákvæði, sem snýr að því að sjómenn taki þátt í kaupum nýrra skipa, verður það tímabundið frá 1. desember 2023. Sjómenn eiga þó eftir að samþykkja samninginn.
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01 Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48
Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51
Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30