„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 10:52 Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. vísir/vilhelm/ernir Allt kapp verður lagt á að reyna að afstýra verkfalli sjómanna, sem að óbreyttu hefst klukkan 23 í kvöld. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna koma saman í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort fundurinn í dag muni bera árangur. „Menn eru bara að tala saman. Það eru svona 50/50 líkur og við reynum, en það er ekkert víst að það takist,“ segir Valmundur, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist. Deiluaðilar áttu tæplega tveggja klukkustunda formlegan fund hjá sáttasemjara í gærkvöldi, eftir fundi fyrr um daginn með baklöndum sínum. Samkomulag náðist um fiskverð, en engir samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Heimildir fréttastofu herma þó að hugmyndum um jöfnun fiskverðs hafi verið tekið vel í báðum fylkingum í gær, en það hefur verið aðal ágreiningsmálið til þessa. Valmundur vill ekki gefa upp hvað rætt verður á fundinum í dag. „Það er algjört trúnaðarmál. Við erum undir stjórn sáttasemjara og bundnir algjörum trúnaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að lög verði sett á fyrirhugað verkfall, líkt og fyrir sextán árum, segist hann lítið hafa spáð í það, nú verði öll vinna lögð í það að reyna að ná samkomulagi. „Ég hef bara ekkert spáð í það. Við krefjumst þess bara að fá að semja eins og aðrir,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Náðu samkomulagi um fiskverð Deiluaðilar hittast aftur í karphúsinu. 9. nóvember 2016 10:41 Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að reyna að afstýra verkfalli sjómanna, sem að óbreyttu hefst klukkan 23 í kvöld. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna koma saman í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort fundurinn í dag muni bera árangur. „Menn eru bara að tala saman. Það eru svona 50/50 líkur og við reynum, en það er ekkert víst að það takist,“ segir Valmundur, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist. Deiluaðilar áttu tæplega tveggja klukkustunda formlegan fund hjá sáttasemjara í gærkvöldi, eftir fundi fyrr um daginn með baklöndum sínum. Samkomulag náðist um fiskverð, en engir samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Heimildir fréttastofu herma þó að hugmyndum um jöfnun fiskverðs hafi verið tekið vel í báðum fylkingum í gær, en það hefur verið aðal ágreiningsmálið til þessa. Valmundur vill ekki gefa upp hvað rætt verður á fundinum í dag. „Það er algjört trúnaðarmál. Við erum undir stjórn sáttasemjara og bundnir algjörum trúnaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að lög verði sett á fyrirhugað verkfall, líkt og fyrir sextán árum, segist hann lítið hafa spáð í það, nú verði öll vinna lögð í það að reyna að ná samkomulagi. „Ég hef bara ekkert spáð í það. Við krefjumst þess bara að fá að semja eins og aðrir,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Náðu samkomulagi um fiskverð Deiluaðilar hittast aftur í karphúsinu. 9. nóvember 2016 10:41 Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04