„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 10:52 Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. vísir/vilhelm/ernir Allt kapp verður lagt á að reyna að afstýra verkfalli sjómanna, sem að óbreyttu hefst klukkan 23 í kvöld. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna koma saman í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort fundurinn í dag muni bera árangur. „Menn eru bara að tala saman. Það eru svona 50/50 líkur og við reynum, en það er ekkert víst að það takist,“ segir Valmundur, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist. Deiluaðilar áttu tæplega tveggja klukkustunda formlegan fund hjá sáttasemjara í gærkvöldi, eftir fundi fyrr um daginn með baklöndum sínum. Samkomulag náðist um fiskverð, en engir samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Heimildir fréttastofu herma þó að hugmyndum um jöfnun fiskverðs hafi verið tekið vel í báðum fylkingum í gær, en það hefur verið aðal ágreiningsmálið til þessa. Valmundur vill ekki gefa upp hvað rætt verður á fundinum í dag. „Það er algjört trúnaðarmál. Við erum undir stjórn sáttasemjara og bundnir algjörum trúnaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að lög verði sett á fyrirhugað verkfall, líkt og fyrir sextán árum, segist hann lítið hafa spáð í það, nú verði öll vinna lögð í það að reyna að ná samkomulagi. „Ég hef bara ekkert spáð í það. Við krefjumst þess bara að fá að semja eins og aðrir,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Náðu samkomulagi um fiskverð Deiluaðilar hittast aftur í karphúsinu. 9. nóvember 2016 10:41 Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að reyna að afstýra verkfalli sjómanna, sem að óbreyttu hefst klukkan 23 í kvöld. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna koma saman í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort fundurinn í dag muni bera árangur. „Menn eru bara að tala saman. Það eru svona 50/50 líkur og við reynum, en það er ekkert víst að það takist,“ segir Valmundur, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist. Deiluaðilar áttu tæplega tveggja klukkustunda formlegan fund hjá sáttasemjara í gærkvöldi, eftir fundi fyrr um daginn með baklöndum sínum. Samkomulag náðist um fiskverð, en engir samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Heimildir fréttastofu herma þó að hugmyndum um jöfnun fiskverðs hafi verið tekið vel í báðum fylkingum í gær, en það hefur verið aðal ágreiningsmálið til þessa. Valmundur vill ekki gefa upp hvað rætt verður á fundinum í dag. „Það er algjört trúnaðarmál. Við erum undir stjórn sáttasemjara og bundnir algjörum trúnaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að lög verði sett á fyrirhugað verkfall, líkt og fyrir sextán árum, segist hann lítið hafa spáð í það, nú verði öll vinna lögð í það að reyna að ná samkomulagi. „Ég hef bara ekkert spáð í það. Við krefjumst þess bara að fá að semja eins og aðrir,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Náðu samkomulagi um fiskverð Deiluaðilar hittast aftur í karphúsinu. 9. nóvember 2016 10:41 Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04